Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44279
Sparnaður skiptir okkur miklu máli og getur hann veitt einstaklingum aukið fjárhagslegt öryggi. Umræðan um mikilvægi sparnaðar hefur alltaf verið til í samfélaginu okkar, en þrátt fyrir það að sýnt hefur verið fram á það að fjármálalæsi einstaklinga er afar ábótavant. Sparnaðarleiðir eru fjölbreyttar hér á landi og því hafa einstaklingar úr mörgu að velja. Fjölbreytni fylgir þó mikið af hugtökum sem ekki allir hafa skilning og þekkingu á. Höfundum ritgerðar fannst því mikilvægt að skoða hver raunveruleg staða á Íslandi er hvað varðar þekkingu einstaklinga á hugtökum tengdum fjármálum og hver sparnaðarhegðun þeirra er. Við framkvæmd rannsóknarinnar var notast við megindlega rannsóknaraðferð. Megindleg rannsókn var í formi spurningakönnunar sem var birt á samfélagsmiðlum rannsakenda, þátttakendur spurningakönnunarinnar voru 330 talsins. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þekking einstaklinga á Íslandi á sparnaðarleiðum sem standa til boða er almennt góð en aldur einstaklinga hefur áhrif á þá þekkingu. Einnig kom í ljós að jákvætt fylgni er á milli fjármálalæsis og fjárhagslegrar velgengni einstaklinga. Síðast en ekki síst gefa niðurstöður rannsóknarinnar til kynna að bæði aldur og menntunarstig hafa áhrif á helstu ástæður fyrir sparnaði einstaklinga.
Lykilorð: sparnaður, sparnaðarhegðun, fjárhagslega velgengni, fjármálalæsi, sparnaðarleiðir, fjármál
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSc Ritgerð-Dominika og Ksenia.pdf | 2,12 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |