is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44280

Titill: 
  • Greiðslugeta á fasteignamarkaði, framboð markaðarins og nágrannaþjóðir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um greiðslugetu einstaklinga á fasteignamarkaði, framboð markaðarins og hagvöxt nágrannaþjóða. Áhersla er lögð á kaupmátt einstaklinga á fasteignamarkaðinum síðustu ár og hvaða þættir hafa átt þátt í þróun hans. Ýmsir þættir hafa áhrif á kaupmátt sem greindir voru með vísitölum og breytingum milli ára. Meðal þessara þátta var framboð á markaði en mikill skortur hefur verið þar á síðustu árum, bæði vegna uppsafnaðar óuppfylltrar íbúðarþarfar og fólksfjölgunar. Verð á aðföngum sem og meðalálagning byggingaverktaka hefur hækkað sem kemur fram í íbúðaverði. Þar sem verðbólga er há hefur Seðlabanki Íslands hækkað stýrivexti og í kjölfarið hafa vextir lána hækkað og greiðslubyrgði þyngst verulega. Erfiðara hefur verið að taka lán og margir standast ekki greiðslumat húsnæðislána. Launavísitala hefur ekki haldið í við þær hækkanir sem hafa orðið á vísitölu íbúðaverðs á Íslandi. Sömu sögu er að segja á þeim þremur Norðurlöndum sem notuð eru til samanburðar í þessari ritgerð, það er í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Hagkerfi í þeim löndum eru hins vegar frábrugðin hagkerfinu hér á landi, en helsti drifkraftur verðbólgunnar þar er orkuverð. Þegar horft er til breytinga á vergri landsframleiðslu hefur Ísland risið hvað hæst og sigið hvað lægst af Norðurlöndunum, þegar til ársbreytinga er litið. Þetta gefur til kynna fljótari viðbrögð íslenska hagkerfisins sem hægt er að sjá í hröðum breytingum fasteignamarkaðarins.
    Lykilorð: fasteignamarkaður, kaupsamningar, kaupmáttur, stýrivextir, byggingarkostnaður, verðbólga, landsframleiðsla, húsnæðislán, íbúðaverð.

Samþykkt: 
  • 16.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44280


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc ritgerð Kolbrún og Thelma.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna