Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44281
Eiginleikar um borð í flugvélum hafa verið í stöðugri þróun í tugi ára og eru ávallt að verða betri og hagnýtari. Umhverfi og eiginleikar í farþegarými eru einn helsti áhrifavaldurinn í upplifun farþega um borð í flugvélum og er tilgangur þessarar rannsóknar að kanna hvaða eiginleikar það eru sem hafa mest áhrif á upplifun farþega um borð í mismunandi flugvélategundum Icelandair og hvort farþegar séu meðvitaðir um hvaða flugvélategund þeir hyggjast ferðast með. Flugvélafloti Icelandair fyrir millilandaflug samanstendur af þremur flugvélategunum, Boeing 737 MAX, Boeing 757 og Boeing 767, en rannsakendur munu leggja höfuðáherslu á Boeing 737 MAX til samanburðar við hinar flugvélategundirnar.
Framkvæmdar voru tvær rannsóknir, eigindleg og megindleg rannsókn. Sú fyrri var eigindleg rannsókn þar sem rannsakendur tóku hálfstöðluð viðtöl við tólf farþega Icelandair. Seinni rannsóknin var spurningakönnun sem var hönnuð eftir niðurstöðum fyrri rannsóknar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á það að góð loftgæði ásamt hreinlæti og þægilegum sætum voru eiginleikarnir sem þátttakendur töldu mikilvægastir um borð í flugvélum Icelandair, en heilt yfir gaf vélin Boeing 737 MAX jákvæðustu upplifunina fyrir farþega. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru hagnýtar fyrir Icelandair hvað varðar val á eiginleikum flugvélanna, hönnun og uppsetningu. Með því að skilja þá eiginleika sem eru mikilvægastir fyrir viðskiptavininn getur Icelandair sérsniðið framboð sitt til að auka ánægju viðskiptavina og veitt þeim bestu þjónustu sem völ er á.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrif eiginleika um borð í mismunandi flugvélategundum Icelandair á upplifun farþega.pdf | 1,27 MB | Lokaður til...12.05.2028 | Heildartexti | ||
Beðni um tímabundna lokun.pdf | 574,38 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |