is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44282

Titill: 
  • Álagspróf í greiðslumiðlun : hver er viðnámsþróttur kerfislega mikilvægra banka gegn lausafjáráhættu í millibankakerfinu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Örugg og skilvirk greiðslumiðlun er undirstaða allra viðskipta og verðmætaflutnings í hagkerfinu. Millibankakerfi Seðlabanka Íslands spilar lykilhlutverk í íslenskri greiðslumiðlun milli fjármálafyrirtækja og viðskiptavina þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðnámsþrótt þátttakanda í millibankakerfi Seðlabanka Íslands. Á hverjum degi fer mikill fjöldi peningagreiðslna í gegnum millibankakerfið, og stendur straumurinn í allar áttir. Fjármálastofnanir reiða sig á millibankakerfið fyrir uppgjör greiðslna og lausafjárstýringu. Virki kerfið ekki eins sem skildi, þá getur það leitt til mikillar röskunar og fjárhagslegs taps. Framkvæmt var álagspróf sem hermdi eftir áhrifum þess að einn banki yrði fyrir netárás í upphafi dags og gæti ekki sent frá sér greiðslur í gegnum millibankakerfið. Markmið rannsóknarinnar var að meta alvarleika smitáhættu lausafjárskorts og hvernig lokun á aðgengi eins banka að millibankakerfinu hefði áhrif á lausafjárstöðu hinna. Settar voru fram tvær sviðsmyndir, annars vegar þar sem aðrir bankar höfðu greitt aðgengi að yfirdráttarheimild og hins vegar þar sem þeir gátu ekki reitt sig á þá heimild til að efna greiðsluskuldbindingar sínar. Heilt yfir voru þátttakendur í millibankakerfi Seðlabanka Íslands með þónokkurn viðnámsþrótt gagnvart áfalli af þessu tagi. Niðurstöður sýndu að jafnaði lítil óbein áhrif yfir tímabilið undir skoðun þegar bankar gátu reitt sig á yfirdráttarheimild en þónokkurn breytileika milli daga.

Samþykkt: 
  • 16.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44282


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Álagspróf í greiðslumiðlun.pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna