Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44285
Í þessari rannsókn var meginmarkmiðið að kanna hvernig aðgengi Íslendinga er að netverslunum hér á landi og hvort að upplifun neytenda og seljanda sé sú sama. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar snýr að þeim eiginleikum sem koma að netverslun og hvað þarf til þess að fá neytendur til að stunda viðskipti.
Framkvæmdar voru tvær rannsóknir sem áttu að hjálpa rannsakendum að svara rannsóknarspurningu ritgerðarinnar og kanna þau viðhorf sem aðilar hafa til netverslana og hvað þeir telji vera mikilvægast. Fyrri rannsóknin var eigindleg rannsókn í formi viðtala sem tekin voru við fagfólk úr atvinnulífinu. Seinni rannsóknin var megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar miðuð að neytendum. Niðurstöður leiddu í ljós að netverslun hefur aukið aðgengi Íslendinga að vörum og eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á það, meðal annars fjölbreyttari afhendingarmátar, tækniframfarir, aukið vöruúrval og alþjóðavæðing. Mikil þróun hefur átt sér stað í greininni undanfarin ár, einkum vegna Covid-19 faraldurins og ýtti hann undir þessa miklu þróun sem sjá má í netverslun hér á landi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Sc. ritgerð - Aðgengi Íslendinga að vörum með tilkomu netverslana.pdf | 2 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |