is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44286

Titill: 
  • Fiskeldi á Íslandi : hagfræðileg nálgun á nýjustu viðbót sjávarútvegs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sjávarútvegurinn hefur verið burðarstólpi í efnahagslífi okkar Íslendinga. Greinin hefur bæði bein og óbein áhrif á efnahagslífið og er af mörgum talin vera grunnatvinnuvegur Íslendinga. Fiskeldi er ört vaxandi atvinnugrein innan sjávarútvegsins. Talað er um fiskeldið sem eðlilegt framhald eða viðbót við hefðbundnar fiskveiðar. Þessi viðbót kemur með nýja möguleika svo hægt sé að mæta vaxandi eftirspurn ásamt því að auka fjölbreytileika íslenska efnahagslífsins.
    Í ritgerðinni er að finna umfjöllun um efnahagsleg áhrif fiskeldis á Íslandi ásamt yfirliti yfir stöðu greinarinnar í dag, sögu hennar og framtíðarhorfur. Fjallað er um bæði áskoranir og tækifæri sem íslenska fiskeldið stendur frammi fyrir, þ.á.m. vegna umhverfissjónarmiða, regluverks og eftirspurn á markaði.
    Í fiskeldi eru talsverðir möguleikar á nýsköpun og tækniframförum til að knýja fram vöxt. Mikilvægt er að stefna stjórnvalda sé skoðuð út frá þeirri reynslu sem við þegar höfum frá sjávarútveginum svo fiskeldisstarfsemin verði bæði sjálfbær og arðbær. Í ritgerðinni sem hér birtist verður farið yfir stefnur stjórnvalda, hagræna grundvallarþætti og regluverk í fiskeldi á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 16.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44286


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bsc ritgerð - Andri og Finnur.pdf1.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna