is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44292

Titill: 
 • Leigubílamarkaður á krossgötum – breyttir tímar framundan? : áhrif afregluvæðingar leigubílamarkaðsins á neytendur og rekstraraðila
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður fjallað um leigubifreiðamarkaðinn á Íslandi og greint hann út frá hagfræðilegu samhengi. Leigubílamarkaðurinn hefur verið verulega regluvæddur af stjórnvöldum og miklar hömlur og aðgangshindranir hafa ríkt yfir leigubifreiðastéttinni.
  Skoðað var hver áhrif núverandi lagasetning hefur og lagt mat á hvort hún sé að hindra samkeppni á markað. Pressa ört vaxandi ferðamannageirans á afnemingu fjöldatakmarkana.
  Könnuð var áhrif núverandi markaðar á velferð neytenda og mögulegra atvinnutækifæra.
  Markmið rannsóknar var að spá fyrir um áhrif nýrra lagasetningu sem tók gildi 1. apríl síðastliðinn og rannsakað áhrif aukinnar eftirspurnar og mögulegan ávinning neytenda t.d. verðlækkun og aukningu í þjónustugæðum. Ritgerðin var unnin með sjónarhorni neytenda og rekstraraðila í huga. Gögnum var safnað í gegnum viðtöl, samskipti við fyrirtæki, stofnanir,
  yfirferð á gömul rannsóknum, fræðigreinum í tímaritum og orðræðu úr samfélaginu.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að verð lækkar vegna aukinnar samkeppni sem mun myndast í kjölfar nýju lagasetningarinnar þar sem nýir aðilar munu koma inn á markaðinn.
  Innkoma annara fyrirtækja á markaðinn mun þó hafa í för með sér fleiri áhrif, leigubílstjórar munu geta starfað í hjáverkum og því munu fleiri byrja starfa sem leigubifreiðarstjórar.
  Umfram eftirspurn hefur lengi verið eftir leigubílum en hún mun jafnast út með auknu framboði leigubifreiðasstjóra og jafnvægi mun myndast á markaði. Þannig mun leigubifreiðamarkaðurinn færast úr því að vera á fákeppnismarkaði yfir í samkeppnismarkað og rekstraraðilar munu fara inn í annað starfsumhverfi.
  Ferðamenn sem koma hingað til landsins munu upplifa þægilegri þjónustu þar sem farveitu fyrirtækin bjóða upp á snjallforrit sem hægt er að panta bíl í og fylgjast með ökumanni koma til sín í rauntíma en það hefur ekki verið hægt áður hjá íslensku bifreiðfyrirtækjunum.
  Það mun hvetja ferðamenn til að nota leigubíla oftar á Íslandi sem mun auka veltu á markaðnum.

Samþykkt: 
 • 16.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44292


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leigubílamarkaður á krossgötum-1.pdf1.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna