Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44293
Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. eða Ölgerðin er stærsti drykkjavöruframleiðandi á Íslandi og á sér langa og rótgróna sögu í hjörtum Íslendinga. Vörusala félagsins var um 28 milljarðar kr. rekstrarárið 2022/2023 og hagnaður um 2,5 ma.kr. Ölgerðin skráði um 30% af hlutafé sínu í Kauphöll í byrjun júní 2022. Eftirspurn var mikil en alls var um fjórföld umfram eftirspurn í þá hluti sem í boði voru og sýnir það hversu mikill áhugi var og er á fyrirtækinu og framtíð þess. Rannsóknarverkefni þessarar ritgerðar er að meta virði eins hlutar í Ölgerðinni og var það gert með núvirtu sjóðstreymislíkani. Niðurstöður verðmatsins eru að heildarvirði félagsins er 46,7 ma.kr og einn hlutur í Ölgerðinni er virði 14,6 kr.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bs verdmat olgerdin.pdf | 732,62 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |