en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/44294

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif stýrivaxtabreytinga á húsnæðismarkað
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Hækkun Stýrivaxta hefur verið mikið hitamál í samfélaginu síðustu mánuði í kjölfar hækkandi verðbólgu. Í ritgerðinni voru könnuð áhrif stýrivaxtabreytinga á hina ýmsu liði húsnæðismarkaðarins. Fyrst var Seðlabankinn skoðaður og hin ýmsu stjórntæki sem peningastefnunefnd getur beitt til þess að ná settum markmiðum í peningamálum. Með þeim hefur Seðlabankinn áhrif á vexti á skammtíma- og langtímalánum, eignaverð, lausafé, peningamagn í umferð, framboð, eftirspurn og kostnað lána í íslensku efnahagslífi. Greind var neikvæð fylgni húsnæðisverðs og stýrivaxtabreytinga og hversu afdrifarík áhrifin verða í ljósi framboðs og eftirspurnar húsnæðis. Enn fremur áhrif stýrivaxtabreytinga á leigumarkað, leiguverð, ákvarðanir leigusala, leigutaka og framboð og eftirspurn leiguhúsnæðis. Einnig voru skoðuð áhrif stýrivaxtabreytinga á vexti í boði á lánamarkaði sem hafa víðtæk áhrif á húsnæðismarkaðinn. Greiðslubyrði lána stýrist af vöxtum og hafa þar af leiðandi veruleg áhrif á aðgang almennings að húsnæði. Ýmsir lánamöguleikar eru í boði en stýrivextir hafa áhrif á greiðslubyrði þeirra og val almennings á lánaformum. Að lokum var litið til áhrifa stýrivaxtabreytinga á húsnæðisverð á Íslandi og í nágrannaþjóðum. Almennt sýnir þessi ritgerð hvaða áhrif stýrivaxtabreytingar hafa á helstu liði húsnæðismarkaðarins. Borin voru saman áhrif stýrivaxtabreytinga á íslenska húsnæðismarkaðnum í samanburði við Danmörku og Svíþjóð. Ritgerðin sýnir fram á að stýrivaxtabreytingar séu mikilvægur áhrifaþáttur á húsnæðismarkað.
    Lykilorð: Húsnæðismarkaðurinn, stýrivextir, Seðlabanki Íslands, stjórntæki peningastefnu, húsnæðisverð, leigumarkaður, lán, greiðslubyrði

Accepted: 
  • May 16, 2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44294


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
PDF Ahrif styrivaxtabreytinga a husnaedismarkad.pdf1,04 MBOpenComplete TextPDFView/Open