is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44295

Titill: 
  • Betri bolti : rekstrarumhverfi í íslenskri knattspyrnu og tækifæri að ná lengra á alþjóðlegum grundvelli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um rekstrarumhverfi íslenskra knattspyrnuliða og rýnt í núverandi stöðu þeirra í alþjóðlegu samhengi. Það var lögð áhersla að sýna hvernig starfsemi knattspyrnufélaga er háttað, m.a. með því að skoða hvernig viðskiptamódel þeirra er uppbyggt og regluverkið sem liðin starfa eftir. Í ljós kom að það eru takmarkandi þættir sem skapa hindrun fyrir íslensk lið til að standa undir sjálfbærum rekstri og að ná lengra á alþjóðlegum grundvelli.
    Við gerð rannsóknarinnar var stuðst við viðtöl við forráðamenn og lykilstarfsmenn hjá liðunum FH, KR og Víkingi Reykjavík og knattspyrnustofnuninni KSÍ, sem öll koma að framþróun íslenskra knattspyrnu. Til að greina umhverfið sem íslensk knattspyrnulið starfa í var notast við SVÓT og PESTEL greiningaraðferðirnar til að skoða innri og ytri þætti sem hafa áhrif. Einnig voru ársreikningar félaga í efstu deild fyrir árin 2020, 2021 og 2022 greindir og bornir saman. Í ljós kom að 9 af 12 liðum voru rekin með neikvæðri afkomu árið 2022. Orsök dapurs reksturs félaganna má að einhverju leyti rekja til afleiðinga covid faraldursins en aðrir þættir eins og hækkandi launakostnaður höfðu einnig áhrif.
    Ein helsta niðurstaða þessarar rannsóknar er að núverandi regluverk sem er í gildi um eignarhald knattspyrnuliða á Íslandi er hindrandi. Því er ekki hægt að ráðast í þær róttæku breytingar sem þyrftu að eiga sér stað til þess að íslensk knattspyrna nái lengra á alþjóðlegum grundvelli. Lið á Íslandi ná ekki að standa undir sjálfbærum rekstri og fjármagn er af skornum skammti. Með breyttu regluverki og sameiginlegu átaki félaganna og knattspyrnusambandsins
    væri hægt að gera betur og koma íslenskum fótbolta upp á næsta stig.

Samþykkt: 
  • 16.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44295


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Betri bolti.pdf1,15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna