is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44297

Titill: 
  • Þróun Black Friday á Íslandi : hverjir eru í raun og veru að nýta sér tilboð og til hvaða aldurshópa höfða afslættir í nútímasamfélagi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með rannsókn þessari er að kanna þróun Black Friday á Íslandi á undanförnum árum og sömuleiðis að athuga til hvaða neytendahópa tilboðsdagar höfða einna helst. Af því leiðir að rannsóknarspurning ritgerðarinnar er svohljóðandi: Hvernig hefur Black Friday þróast á Íslandi á undanförnum árum? Tilgátur rannsóknarinnar eru fjórar talsins og miða allar að því að rannsaka bakgrunn og kaupmynstur Íslendinga á tilboðsdögum. Eru þeim gerð skil í inngangi ritgerðarinnar. Framkvæmdar voru rannsóknir til að leita svara, annars vegar eigindleg rannsókn og hins vegar megindleg. Sú eigindlega var byggð á hálfopnum viðtölum og spurningalistum og var markmiðið að afla sérfræðiþekkingar reyndra aðila. Megindlega rannsóknin byggði á spurningakönnun sem lögð var fyrir hentugleikaúrtak og voru þátttakendur yfir 300 talsins. Niðurstöður sýndu að stór hluti landsmanna nýtir sér Black Friday og sambærilega tilboðsdaga. Tilboðsdagar í nútímasamfélagi virðast því höfða til allra kynja, aldurs- og tekjuhópa.
    Lykilhugtök: Black Friday, tilboð, kauphegðun, stafræn þróun, netverslun.

Samþykkt: 
  • 16.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44297


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc ritgerð - Þróun Black Friday á Íslandi.pdf852,51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna