is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44302

Titill: 
  • Áreiðanleiki valinna sjúkdómsgreininga á Landspítala
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur og markmið: Rannsóknir á gæðum skráninga á ICD-10 kóðum á Landspítala eru af skornum skammti. Vaknað hafa spurningar um áreiðanleika (e. accuracy) ákveðinna útskriftargreininga í flokki alvarlegra smitsjúkdóma hérlendis. Sjúkdómarnir sem um ræðir eru: 1) Iðrasýking/ristilbólga af völdum Clostridioides difficile 2) Samfélagslungnabólga og 3) Ífarandi lungnasýkingar af völdum Streptococcus pneumoniae.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna áreiðanleika ofangreindra sjúkdómsgreininga við útskrift á Landspítala.
    Efniviður og aðferðir: Rannsóknarþýðin voru þrjú: 1) Sjúklingar sem voru með staðfestar iðrasýkingu/ristilbólgu af völdum C.difficile, (n=374). 2) Sjúklingar sem greindir voru með samfélagslungnabólgu í tveimur framskyggnum rannsóknum og lögðust inn til meðferðar (n=774). 3) Sjúklingar sem voru með staðfestar ífarandi lungnasýkingar af völdum S.pneumoniae. (n=349).
    Farið var yfir útskriftargreiningar og skráð hvort réttur ICD-10 kóði hafi verið til staðar, og voru réttir ICD kóðar flokkaðir frekar í aðalgreiningar og aukagreiningar.
    Niðurstöður: Á meðal sjúklinga með staðfestar Clostridioides difficile sýkingar kom réttur ICD-10 kóði fram í útskriftargreiningum í 47,9% (95% CI: 42,7%-53,1%) tilfella. Sjúklingar á Landspítala, sem voru með staðfestar samfélagslungnabólgugreiningar voru með réttan ICD-10 greiningarkóða í útskriftargreiningum í 89,8% (95% CI: 86,3%-92,7%) tilfella á tímabilunu 1. desember 2008 til 30. nóvember 2009 en 81,8% (95% CI: 77,7%-85,5%) tilfella á tímabilinu 1. maí 2018 til 30. apríl 2019. Sjúklingar, á Landspítala, með staðfestar ífarandi lungnasýkingar af völdum S.pneumoniae voru með réttan ICD-10 greiningarkóða í útskriftargreiningum í 46,7% (95% CI: 40,9%-52,6%) tilfella.
    Umræður: Réttir ICD-10 greiningarkóðar skiluðu sér í undir helmingi tilfella á meðal sjúklingahópa með staðfestar C.difficile sýkingar eða ífarandi sýkingar af völdum S.pneumoniae. Hlutfallið var hins vegar hærra á meðal sjúklinga sem greindir voru með samfélagslungnabólgu. Hátt hlutfall ófullnægjandi sjúkdómsgreininga er áhyggjuefni enda getur það haft ófyrirséðar afleiðingar og er úrbóta þörf.

Samþykkt: 
  • 17.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44302


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.S ritgerð.pdf1.95 MBLokaður til...17.05.2024HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing.pdf498.25 kBLokaðurYfirlýsingPDF