is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44307

Titill: 
  • Peningasköpun og rafeyrir : innkoma rafkrónu og vandinn sem fylgir henni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Peningar hafa tekið margvísleg form í gegnum söguna, allt frá vörumyntum fram til pappíra sem byggjast á trausti. Traustið er grundvöllur þess að nútíma efnahagskerfi virki, en þeir sem fara með þetta traust eru seðlabankar. Til þess að tryggja að ekki verði brestur á þessu trausti hafa seðlabankar með tímanum orðið sjálfstæðar stofnanir með múra á milli sín og stjórnmálamanna. Þeir þurfa þó að fylgja settum stefnum sem að stjórnmálamennirnir ákveða en mega ráða útfærslunni. Seðlabankinn býr til peninga í formi grunnfjár og fara öll viðskipti fram með því. Hins vegar hafa viðskiptabankar einnig verið að búa til pening, en þó með allt öðrum hætti. Peningasköpun viðskiptabanka fer fram með peningamargföldurum þar sem að viðbót við grunnfé seðlabanka veldur því að hann margfaldist og verði enn meira en hann var. Heildaráhrifin myndast í kvótaröð og tekur það tíma fyrir áhrifin að dafna út. Líkja má þessu við steinkast þar sem að kastið er aukning í grunnfé og gárurnar eru margföldurnaáhrifin sem eru fyrst mikil, en verða síðar minni og minni eftir því sem þær fjarlægjast staðsetningu steinsins. Peningasköpun viðskiptabankanna með þessum hætti leiðir saman fjárfesta og þá sem spara og tryggja þannig öflugu útlánakerfi sem er grundvöllur hagvaxtar. Hættan við tilkomu stöðugleikamyntar á borð við Libru hafa ýtt við seðlabönkum sem hyggjast gefa út rafrænan gjaldmiðill. Þau áhrif sem rafrænn gjaldmiðill mun hafa á peningamargfaldarann og útlánastarfsemi viðskiptabankanna fer eftir umgjörð og umfangi. Það má því áætla að rafkrónan muni ekki hafa veruleg áhrif á peningamargfaldarann en hins vegar gæti það breyst ef að Seðlabankinn hefur vexti eða engar takmarkanir á innstæðum þeirra. Helsti vandinn við tilkomu seðlabankarafeyris er að það gæti verið framsal af nafnleysi sem að reiðufé hefur búið yfir. Þetta er vandi sem að fylgir hverri vegsemd.
    Lykilorð eru: peningar, peningamargfaldari, gullfótur, seðlabankar, seðlabankarafeyri, e-CNY, rafkróna, útlánastarfsemi.

Samþykkt: 
  • 17.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44307


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS.c Lokaskil Magnús Benediktsson.pdf1.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna