Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44314
Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru eitt helsta tæki sem peningastefnunefnd hefur yfir að ráða.
Oftast er hugsað um stýrivexti í tenglsum við verðbólgu en áhrif þeirra eru umfangsmeiri. Í þessari rannsókn verður reynt að svara því hverskonar áhrif stýrivaxtabreytingar hafa á hlutabréfamarkað á Íslandi. Metin verða áhrif óvæntra stýrivaxtabreytinga á OMXI10 hlutabréfavísitöluna og heildaráhrif stýrivaxtabreytinga á ýmis hlutabréf fyrirtækja hér á landi. Til þess að finna væntar stýrivaxtabreytingar er notast við gögn um spár greiningardeilda Landsbankans, Íslandsbanka og Arion Banka.
Notast verður við aðferðarfræði atburðarannsóknar og er aðhvarfsgreining gerð, bæði með CAPM markaðsmódeli og án þess. Atburðargluggi þessarar rannsóknar eru 7 viðskiptadagar, 3 dagar fyrir stýrivaxtabreytingu og 3 dagar eftir hana. Niðurstöður sýna að tölfræðilegar marktækar breytingar eiga sér stað á umframávöxtun hlutabréfa innan 7 daga atburðarglugga óvæntra stýrivaxtabreytinga. Þrátt fyrir þessa rannsóknaraðferð gerum við okkur grein fyrir því að hér er í besta falli um tilraun að ræða til þess að varpa ljósi á þessi tengsl. Vonandi getur þessi rannsókn verið innlegg, með þeim fyrirvörum sem við höfum sett, í umræðu og skoðanaskipti hagfræðinga um gagnsemi peningastefnu Seðlabanka Íslands.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS RITGERÐ Lokaeintak.pdf | 903,72 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |