Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44315
Ör þróun netverslana undanfarin ár hefur gjörbylt verslunarháttum neytenda sem hefur skapað ný tækifæri og áskoranir fyrir bæði neytendur og fyrirtæki. Kauphegðun neytenda og ákvörðunarferli við kaup er í stöðugri þróun sem hefur skapað breytingar í væntingum neytenda. Hæfni til að bera saman verð og vörur á milli mismunandi netsala hefur aukið verðnæmni neytenda og stuðlað að áskorun fyrir fyrirtæki en umbreyting neytendahegðunar er óhjákvæmileg þróun sem fyrirtæki þurfa að átta sig á og laga sig að hverju sinni
Markmið þessarar ritsmíðar var að kanna áhrif netverslana á kauphegðun einstaklinga í fataverslunum og var áhersla lögð á Ísland. Framkvæmdar voru tvær rannsóknir, annars vegar eigindleg rannsókn þar sem tekin voru djúpviðtöl við einstaklinga sem hafa góða þekkingu á þessu sviði. Síðari rannsóknin var megindleg rannsókn sem byggðist á vefkönnun sem deilt var á samskiptamiðlinum Facebook.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að verð og verðgagnsæi í netverslun vegi mest í áhrifum á kauphegðun einstaklinga í netverslun. Aukið gagnsæi skapar traust til neytandans sem endurspeglast í góðri neytendaupplifun á netinu. Eins býðst neytandanum mun fleiri möguleikar að leita sér að fatnaði á alþjóðlegum vettvangi. Þannig hafa neytendur mun meira val og vald til þess að afla sér upplýsinga um mismunandi verð á mismunandi vöfrum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Sc. Áhrif netverslana á kauphegðun neytenda í fataverslunum.pdf | 1.15 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |