Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44316
Í ritgerð þessari verður skoðað ferðamannastreymi til og frá Íslandi, og einblítt verður á ferðir Íslendinga erlendis. Rannsóknin notast við VAR líkan til þess að skoða samband verðlags, gengis og kortaveltu erlendra korta innanlands, ásamt innanlands kortaveltu Íslendinga erlendis.
Niðurstöðurnar benda til þess að áhrif gengis á verðlag eru minni en þær voru áður fyrr, en á sama tíma meiri en aðrar fyrrum rannsóknir hafa sýnt fram á, og að í þokkabót hafi kortavelta Íslendinga erlendis umfram kortaveltu útlendinga hérlendis neikvæð áhrif á gengi íslensku krónunnar til skamms tíma litið. Hins vegar virðist sem áhrif gengissveiflna á verðlag hérlendis hafi minnkað á síðustu árum, þótt þau gæti verið meiri en aðrar fyrrum rannsóknir hafa sýnt fram á.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
tasumyndir.pdf | 901,2 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |