is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44317

Titill: 
  • Fjarvinnufyrirkomulag Seðlabanka Íslands : er fjarvinna til framtíðar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fjarvinnufyrirkomulag Seðlabanka Íslands er tiltölulega nýtt af nálinni. Fyrir Covid faraldurinn var fjarvinna innan bankans nánast engin en í kjölfar faraldursins og eldskírnar í fjarvinnu virðist það fyrirkomulag vera komið til að vera. Stefna bankans í fjarvinnu er víðtæk og var lítið vitað um hlutfall starfsmanna sem nýtir sér fjarvinnu, hverjir nýta sér fjarvinnu og hvers vegna. Ýmsar rannsóknir fjarvinnu hafa verið framkvæmdar í kjölfar Covid á heimsvísu en ekki margar er að finna tengdar íslensku atvinnulífi. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið eru margar ósammála um kosti og galla fjarvinnu, sem og þá hópa sem nýta sér fjarvinnu mest og hvers vegna. Rannsakendur töldu því áhugavert að greina fjarvinnu innan Seðlabanka Íslands til þess að kanna hver raunveruleg nýting fjarvinnu væri, hvers vegna starfsmenn kjósa fjarvinnu og hvort munur væri á nýtingu og viðhorfi fjarvinnu milli ýmissa hópa. Til þess voru fyrirliggjandi gögn skoðuð, viðtöl við sex starfsmenn bankans tekin og að lokum könnun lögð fyrir alla starfsmenn bankans. Tilgangur rannsóknarinnar var að aðstoða Seðlabanka Íslands að greina fjarvinnufyrirkomulag sitt, ógnir þess og tækifæri. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fjarvinna sé jákvæð þróun fyrir Seðlabankann og nauðsynlegur valkostur til framtíðar. Helsta ógn fjarvinnu er minni persónuleg tengsl við vinnustaðinn en kostir eru margir og vega mun þyngra. Seðlabanki Íslands stóð sig vel varðandi fjarvinnu á erfiðum tímum en með stöðugri þróun fyrirkomulagsins mun ávinningur starfsfólks, sem og stjórnenda vera enn meiri.

Samþykkt: 
  • 17.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44317


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc ritgerð BH og IS.pdf788.73 kBLokaður til...30.06.2028HeildartextiPDF
Beidni um lokun - undirritað.pdf261.5 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna