is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44318

Titill: 
  • Auðlindaskattur í sjókvíaeldi : greining á skattafyrirkomulagi í íslensku sjókvíaeldi og samanburður við aðrar þjóðir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um auðlindaskatta og fiskeldi, þar sem skoðuð er staða fiskeldis í heiminum og hagkvæmni mögulegrar auðlindaskattlagningar. Rannsóknin snýr að því að greina þær ýmsu aðferðir sem hægt er að skattlegja auðlindir og bera saman mismun í aðferðum landa í skattlagningu fiskeldis. Þau lönd sem borin verða saman eru Ísland, Færeyjar, Noregur og Síle. Tekin voru hálfstöðluð djúpviðtöl við stjórnanda fiskeldisfyrirtæki, fjármála- og efnahagsráðherra, hagfræðinga og rannsakendur til þess að fá nánari sýn á stöðu og framtíð fiskeldis á Íslandi. Rannsóknin varpar ljósi á mikilvægi þess að skattleggja atvinnugreinar á þann hátt sem skerðir ekki vöxt og fjárfestingar. Þessi rannsókn er framkvæmd til þess að segja til um hversu viðeigandi innleiðing auðlindaskatta í fiskeldi sé á Íslandi og hvaða lærdóm er hægt að draga af öðrum löndum.

Samþykkt: 
  • 17.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44318


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RITGERÐ.FINALE.pdf1,4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna