Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44319
Mikil umræða hefur verið um rafmyntir að undanförnu og skiptar skoðanir um þær og framtíð þeirra. Er þessi nýja stafræna tækni komin til að vera eða eru rafmyntir bara bóla?
Í þessu rannsóknarverkefni er kafað ofan í þessa umræðu og leitað svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: Eru rafmyntir peningar? Hver er líkleg framtíð rafmynta? Getur bálkakeðjutækni nýst fjármálageiranum?
Við rannsókn á viðfangsefninu voru tekin fimm djúpviðtöl við einstaklinga sem höfðu mikla þekkingu á rafmyntum og fjármálakerfinu. Tveir þátttakendur starfa við ráðgjöf og viðskipti á rafmyntum, tveir þátttakendur eru sérfræðingar í fjármálum og einn er fyrrum aðstoðarseðlabankastjóri.
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að rafmyntir teljast ekki vera peningur frá hagfræðilegu sjónarhorni. Margt er óljóst um framtíð rafmynta í nánustu framtíð. Mikill fjöldi rafmynta fyrirfinnst og flestar þeirra hafa litla framtíðarmöguleika. Bitcoin og
Ethereum hafa mestu framtíðarmöguleika af ótryggðum rafmyntum. Framtíð þeirra byggir að miklu á hagnýtingargildi þeirra sem skapar raunverulegt virði umfram hefðbundnar lausnir. Helstu tækifærin felast mögulega í því að vera grunnur sem önnur kerfi eru byggð ofaná, t.d. Leifturnet og snjallsamninga.
Stöðugleikamyntir eru uppbyggðar á mismunandi hátt, þær sem hafa öruggar og auðseljanlegar eignir eru tryggari og eiga meiri framtíð en aðrar. Hnattræn stöðugleikamynt hefur komið til skoðunar og næði slík mynt mikilli notkun getur það þó skapað áhættu fyrir fjármálastöðugleika, svo seðlabankar munu líklega reyna að takmarka dreifingu slíkrar myntar. Varðandi nytsemi af bálkakeðjutækni fyrir fjármálageirann voru
nefnd tækifæri sem tæknin býður upp á, sérstaklega hagnýtingu sem snjallsamningar bjóða upp á.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Eru rafmyntir framtíðin eða stutt partý.pdf | 1.87 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |