is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4432

Titill: 
  • Réttarágreiningur á sviði neytendamála : með áherslu á úrlausnakerfi utan dómstóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur
    Þegar annars vegar neytendur og hins vegar seljendur vöru og þjónustu eiga í ágreiningi vegna kaupa hins fyrrnefnda, kemur til kasta neytendalöggjafar sem er að miklu leyti framsækin, skýr og vel unnin löggjöf á Norðurlöndum. Til að leysa úr slíkum ágreiningi verða að vera fyrir hendi raunveruleg úrræði til að framfylgja réttinum, ella væri til staðar skarð milli ásetnings löggjafans um að öllum skuli tryggður réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur og þess raunveruleika sem neytandi býr við. Vandamálin hvað þetta varðar koma í ljós þegar framfylgja á réttinum. Ósamræmið milli þess sem er í húfi og þess kostnaðar sem fylgir því að fara með mál fyrir almenna dómstóla er einfaldlega of mikið, þ.e. kostnaðurinn við hina almennu dómstólaleið er of hár til þess að hagur verði af. Þetta vandamál hefur m.a. verið reynt að leysa með því að stjórnvöld, iðnaðar-, verslunar- og neytendasamtök skipuleggi sameiginlega eða upp á sitt eigið, nefndir sem bjóða uppá úrlausn utan dómstóla til að leiða til lykta ágreiningsmál milli kaupenda og seljenda vöru og þjónustu. Slíkar nefndir eru almennt kallaðar úrskurðar- eða kærunefndir neytenda. Á Íslandi á þessi úrlausnarleið neytenda sér ekki langa sögu ólíkt hinum Norðurlöndunum sem við berum okkur jafnan saman við, en árið 2001 var komið á laggirnar úrskurðarnefnd sem leysir m.a. úr ágreiningi vegna kaupa sem falla undir lög um neytendakaup, lausafjárkaup og þjónustukaup. Tilgangur ritgerðarinnar er að bera saman þau úrræði sem felast í miðlægum norrænum úrskurðarnefndum neytenda sem eru sambærileg þeim úrræðum sem kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa veitir á Íslandi. Í ritgerðinni er m.a. fjallað um neytendarétt og hugtök honum tengd, stjórnskipulag og eftirlit á sviði neytendamála hér á landi sem og þau réttarúrræði sem neytendum standa til boða, þ.m.t. úrskurðarnefndir. Einnig verður stefna Evrópusambandsins hvað varðar úrlausnaraðila utan dómstóla tekin til athugunar. Gerður er samanburður á löggjöf Norðurlanda um þessi efni, skoðað hvort álit úrskurðarnefnda séu bindandi fyrir málsaðila eða ekki og fjallað um kosti þess og galla að álit slíkra nefnda séu bindandi. Einnig er skoðað hvort og hvaða rök liggja að baki því að nafngreina gagnaðila álitsbeiðenda í slíkum málum.
    Að mati höfundar leiddi ritgerðin í ljós að Ísland stendur nokkuð að baki öðrum Norðurlöndum hvað framangreint varðar. Með lögfestingu aukinna úrræða og breytingu á úrskurðarnefndarkerfi neytenda má umbreyta úrlausnarkerfi neytenda á þann hátt að raunverulegt aðgengi þeirra að lausn deilumála sé til staðar

Samþykkt: 
  • 15.2.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4432


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kari_gunndorsson_fixed.pdf3.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna