is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44323

Titill: 
 • Græn fortíð, nútíð og framtíð : áhrif nýrra reglugerða á upplýsingagjöf um sjálfbærni íslenskra fyrirtækja og kostnaðargreining á mótvægisaðgerðum skráðra fyrirtækja á Íslandi vegna losunar gróðurhúsalofttegunda.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið íslenskra stjórnvalda er kolefnishlutlaust Ísland árið 2040, en frammistaða Íslands í samdrætti losunar gróðurhúsalofttegunda mun ráða því hvort skuldbindingar Íslands verði að kostnaðarlið eða tekjustoð í ríkissjóði. Íslandi mistókst að standa við skuldbindingar sem fylgdu undirritun Kyoto-sáttmálans um losun á árunum 2013-2020 og kostnaður vegna þess nam fleiri hundruðum milljóna króna. Þrátt fyrir það hefur ríkisstjórn Íslands sett hærri markmið en önnur ríki og stefnir á að vera leiðandi á heimsvísu í málefnum sjálfbærni og grænna fjárfestinga. Svo markmið ríkisins geti orðið að raunveruleika þarf fjármagn að rata til verkefna sem koma Íslandi nær markmiðum sínum. Til að fjármálafyrirtæki geti beint fjármagni í rétta átt er samræmd og skýr upplýsingagjöf um sjálfbærni í ársreikningum fyrirtækja nauðsynleg svo hægt sé með öruggum hætti að bera saman fjárfestingakosti.
  Framkvæmdar voru tvær rannsóknir við gerð ritgerðarinnar. Sú fyrri er eigindleg og tilgangur hennar er að gefa heildræna mynd af stöðu upplýsingagjafar um sjálfbærni meðal íslenskra fyrirtækja, mikilvægi hennar og þróun hennar á komandi árum. Af niðurstöðum má greina að í dag er upplýsingagjöf fyrirtækja mjög ábatavant þar sem ekki er fylgt lögum um framsetningu þeirra, sem gerir greiningaraðilum og fjármálafyrirtækjum erfitt fyrir. Þessi staða skapar mikla sjálfbærniáhættu meðal fyrirtækja sem ekki standa vel að upplýsingagjöf og getur haft í för með sér fjárhagslegt tjón seinna meir.
  Seinni rannsóknin var megindleg og hafði þann tilgang að greina kostnaðinn sem skráð fyrirtæki á aðallista íslensku Nasdaq-kauphallarinnar mega eiga von á að falli til vegna mótvægisaðgerða þeirra (kaup losunarheimilda eða kolefniseininga) í kolefnisbókhaldi sínu á árunum 2023-2030. Af helstu niðurstöðum þessarar megindlegu rannsóknar má greina að kostnaður vegna mótvægisaðgerða er gríðarlegur, sér í lagi meðal þeirra félaga sem falla undir ETS-kerfi Evrópusambandsins. Hækkun á markaðsverði losunarheimilda og kolefniseininga eða aukin losun félaganna felur í sér kostnaðaraukningu sem hleypur á milljörðum króna þegar litið er á samtölu hinna skráðu félaga.
  Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem ritgerðin fellur undir eru: 7. sjálfbær orka, 9. nýsköpun og uppbygging, 11. sjálfbærar borgir og samfélög og 13. aðgerðir í loftslagsmálum.

Samþykkt: 
 • 17.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44323


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Final_BBSH_BSc.pdf2.7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna