is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44324

Titill: 
  • Að duga eða drepast : getur einkabankaþjónusta orðið hagkvæmari í nútímasamfélagi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Seinasta áratug hefur einkabankaþjónusta á Íslandi notið góðs af viðvarandi bolamarkaði og lágvaxtaumhverfi, sem varð til þess að innflæði á eignum í stýringu sló öll met. Þessi áratugur er ekki einsfyrirsjáanlegur og einkennist af óvissu eða fordæmalausum tímum eins og frægt er orðið. Með verðbólgu í hæstu hæðum, síhækkandi vöxtum, farsóttum, stríðsástandi og samdrætti í hagkerfum heimsins er óhætt að segja að starfsemin standi á tímamótum. Viðfangsefni rannsóknarinnar leitast við að svara því hvernig einkabankaþjónusta gæti orðið hagkvæmari hér á landi bæði með tilliti til þeirra sem hana veita en ekki síður til þeirra sem hennar njóta. Eðli málsins samkvæmt er lítið um fyrirliggjandi gögn, sér í lagi um starfsemina á Íslandi, og því var heimildum aflað frá ýmsum sérfræðingum og fimm forstöðumönnum einkabankaþjónustu hér á landi. Tilgangur rannsóknarinnar var fyrst og fremst að auka við stöðu þekkingar á þessu sviði innan fjármálafyrirtækja ásamt því að kanna hvaða þættir hafa áhrif á tryggð og ánægju viðskiptavina. Sú rannsóknaraðferð sem notast var við er í senn bæði megindleg og eigindleg, þar sem notast er við kosti hverrar fyrir sig. Rannsóknin beindi sjónum að viðskiptavinum, óháð fjármálafyrirtækjum, þar sem 30 einstaklingar lýstu upplifun sinni af einkabankaþjónustu. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að traust viðskiptavina til starfseminnar sé ekki fullnægjandi. Til þess að einkabankaþjónusta geti opnað á alla virðisaukandi möguleika sína er traust á starfseminni forsenda þess. Þá leiða niðurstöður enn fremur í ljós að ánægja og tryggð viðskiptavina sé ekki aðeins markmið í sjálfu sér, heldur hafa þær beinar efnahagslegar afleiðingar fyrir þjónustuveitendur, líkt og stærri markaðshlutdeild og meiri arðsemi. Ljóst er að einkabankaþjónusta í nútíma samfélagi stendur frammi fyrir áskorunum úr öllum áttum. Hvernig þessar áskoranir móta greinina gerir starfsemi einkabankaþjónustu bæði spennandi og krefjandi. Á meðan að ekki er hægt að snúa klukkunni til baka verða viðskiptastjórar að sætta sig við að heimurinn sé að breytast og leita leiða til að aðlagast nýjum aðstæðum.
    Lykilorð: einkabankaþjónusta, viðskiptastjórar, fjármálafyrirtæki, eignastýring, viðskiptavinir.

Samþykkt: 
  • 17.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44324


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að duga eða drepast- Getur einkabankaþjónusta orðið hagkvæmari í nútímasamfélagi? .pdf3.09 MBLokaður til...17.06.2028HeildartextiPDF
Beidni um lokun.pdf417.87 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna