is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44348

Titill: 
  • Tölvusneiðmyndir af höfði hjá börnum. Hversu oft koma jákvæðar niðurstöður?
Námsstig: 
  • Diplóma meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Tölvusneiðmyndarannsóknum á börnum hefur fjölgað vegna aukins aðgengis að tölvusneiðmyndatækni. Þessum rannsóknum fylgir jónandi geislun sem getur valdið líffræðilegum skaða á sjúkling. Tölvusneiðmyndarannsóknir eru með geislaþyngstu rannsóknunum í læknisfræðilegri myndgreiningu. Börn eru geislanæmari en fullorðið fólk og því er ákvörðunin um að senda þau í tölvusneiðmyndarannsókn vandasöm.
    Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að finna hlutfall á milli jákvæðra og neikvæðra niðurstaða þegar börn eru send í TS af höfði. Athuguð var lengdargeislun úr TS af höfði bæði á Hringbraut og í Fossvogi.
    Efni og aðferðir: Rannsókn þessi er afturvirk og safnað var upplýsingum um 218 sjúklinga og 219 tölvusneiðmyndarannsóknir á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2022. Rannsóknin var framkvæmd á röntgendeild Landspítalans í Fossvogi og á Hringbraut á tölvusneiðmyndatækjum 1, 2 og 3. Skoðað var fjölda tölvusneiðmyndarannsókna sem framkvæmdar voru á börnum á aldrinum 0 til 16 ára og hlutfall jákvæðra niðurstaða þeirra. Notast var við hugbúnaðinn Enterprise Imaging Acquisition til að fara yfir beiðnar og svör tölvusneiðmyndarannsókna.
    Niðurstöður: Jákvæðar niðurstöður úr TS af höfði hjá börnum voru 15% á meðan þær neikvæður voru 85%. Algengasta ástæða TS rannsókna af höfði voru höfuðáverkar (64%). Meðallengdargeislun á Hringbraut var 446 mGy•cm og í Fossvogi var hún 802 mGy•cm.
    Ályktun: Meirihluti niðurstaða TS rannsókna af höfði hjá börnum eru neikvæðar. En með því að styðjast við ákvörðunarkvarða er hægt að forðast fleiri TS rannsóknir vegna höfuðáverka. Mikill munur er á lengdargeislun í hverri TS rannsókn fyrir sig á milli staðsetninga og getur það verið vegna hvers kyns rannsóknir eru framkvæmdar á hvorum stað fyrir sig.

Samþykkt: 
  • 19.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44348


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing 2.pdf152,79 kBLokaðurYfirlýsingPDF
TS af höfði hjá börnum - AndreaRánLOKAelagf_.pdf1,37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna