Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4434
Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er fjallað um uppvakninga í sögulegu ljósi og upphaf og þróun
uppvakningakvikmynda er rakin út frá sögulegu sjónarhorni. Í öðrum hlutanum, sem er jafnframt aðalhluti ritgerðarinnar, eru uppvakningar í Dead-myndum George A. Romeros greindir og áhersla lögð á útlit og hegðun uppvakninganna. Hver Dead-mynd er greind sérstaklega og gerð er grein fyrir sérkennum uppvakninganna og mögulegar túlkunarleiðir ræddar. Að lokinni umfjöllun og greiningu á kvikmyndunum fimm er litið á Dead seríuna sem eina heild og athugað hvort uppvakningar kvikmyndanna séu (ó)líkir hver öðrum og hvort það megi finna sameiginlegan þráð í viðfangsefni myndanna, þar sem þær byggjast á svipuðum söguheimi þó að sögurnar og sögupersónunar tengist ekki beint milli mynda. Í þriðja og seinasta hluta ritgerðarinnar eru uppvakningar úr öðrum kvikmyndum bornir saman við uppvakninga í Dead-seríunni.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BjarkiThorJonsson_BA_uppvakningar_Skemman_fixed.pdf | 1.29 MB | Locked | Lokaverkefni |