is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4435

Titill: 
  • Undirstöður. Fylgni milli árangurs í málfræði í 10. bekk og árangurs á íslenskuprófum í 4. og 7. bekk grunnskólans
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til M.Paed.-prófs í íslensku við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Ritgerðin er byggð á rannsókn á fylgni milli frammistöðu nemenda í samræmdum prófum í íslensku í 4., 7. og 10. bekk grunnskólans. Niðurstöður prófa frá þremur árgöngum nemenda voru bornar saman, þ.e. nemenda sem luku samræmdu lokaprófi í íslensku úr 10. bekk vorin 2004, 2005 og 2006. Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar er sóttur í helstu strauma og stefnur sem verið hafa í íslenskukennslu á síðari árum, ekki síst í umræðu um gildi málfræðikennslu í grunnskóla. Rannsóknin skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta hluta er rannsökuð fylgni milli frammistöðu nemenda í þeim fjórum námsþáttum sem prófaðir eru í íslensku á samræmdum prófum í grunnskóla. Í öðrum hluta er fylgni milli frammistöðu nemenda í þessum fjórum námsþáttum í 4. og 7. bekk borin saman við árangur þeirra í tilteknum málfræðiatriðum á samræmdu prófunum í 10. bekk. Í þriðja hluta eru markmið í Aðalnámskrá grunnskóla fyrir íslensku og námsefni í íslensku fyrir efri bekki grunnskólans skoðuð, ásamt völdum spurningum úr málfræði í 10. bekkjar prófunum. Þessi hluti rannsóknarinnar var gerður til að athuga hvort samræmi væri milli markmiða námskrár, námsefnis, kennslu og prófa. Fylgni milli frammistöðu nemenda í samræmdu prófi í 7. og 10. bekk er almennt sterkari en fylgnin milli frammistöðu sömu nemenda á 4. og 10. bekkjar prófinu en hæfni nemenda í ritun í 4. bekk virðist þó vera lykilþáttur í námsárangri þeirra í íslensku á efri stigum grunnskólans. Ekki er hægt að tala um mikla fylgni milli árangurs nemenda við að leysa einstakar spurningar á samræmdum prófum í 10. bekk og árangurs þeirra í glímunni við námsþættina fjóra, lestur, stafsetningu, málnotkun og ritun í 4. og 7. bekk. Þó kemur víða fram meðalfylgni. Í ljósi niðurstaðna úr rannsókninni eru gerðar tillögur að námsefni sem ætlað er að styrkja þá þætti sem mest forspárgildi hafa.

Samþykkt: 
  • 15.2.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4435


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd_BA_Lokautgafa_21_1_fixed.pdf950.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna