is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44350

Titill: 
  • Myndgæði tveggja ólíkra segulómtækja á Röntgen Domus. Samanburðarrannsókn
  • Titill er á ensku Image quality of two different magnetic resonance imaging scanners at Röntgen Domus. A comparative study
Námsstig: 
  • Diplóma meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Verkir í lendhrygg er eitt algengasta vandamál sem hefur áhrif á heilbrigði fólks um allan heim og því er nauðsynlegt að þær rannsóknir þurfi að vera í góðum gæðum. Nýlega hefur verið í þróun að nota segulómtæki með lágt segulsvið og tækni sem byggir á gervigreind til að rannsaka lendhrygginn en slíkt hefur reynst vel og gefið ágætis myndgæði miðað við önnur segulómtæki á markaðnum.
    Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman tvö ólík segulómtæki á Röntgen Domus, Læknisfræðilegri myndgreiningu og kanna hvort myndgæðin voru ásættanleg í rannsóknum af lendhrygg. Undirmarkmið var að athuga kynja- og aldursdreifingu eftir tækjum og hvort aldur hafi áhrif á SNR gildi. Skoðað var hvort myndgæði séu sambærileg milli 0,55 Tesla segulómtækis með gervigreind og 1,5 Tesla segulómtækis án gervigreindar í rannsóknum af lendhrygg ásamt því hvort styrkur seguls hafi áhrif á greiningargildi rannsókna af lendhrygg.
    Efni og aðferðir: Um er að ræða rannsókn sem var afturvirk megindleg samanburðarrannsókn á tveimur segulómtækjum sem byggð eru upp með ólíkri tækni og hafa missterkt segulsvið. Í rannsóknarúrtaki voru 120 einstaklingar á aldrinum 20-82 ára, voru í kringum 70-80 kg og fóru í segulómrannsókn af lendhrygg á tímabilinu 1. maí 2022 til 31. desember 2022. Viðeigandi gögn voru sótt úr RIS dagbók og unnið úr þeim í RadiAnt DICOM Viewer. Myndgæðin voru borin saman milli tækja og myndaraða út frá SNR mælingum og eigindlegu mati geislafræðinema.
    Niðurstöður: SNR mælingar fyrir T1- og T2-vigtaðar myndir sýndu að við höfnum núlltilgátunni og ályktum að það var marktækur munur á myndgæðum milli 0,55 T tækis og 1,5 T tækis. SNR gildin úr 1,5 T tækinu voru marktækt hærri en SNR gildin úr 0,55 T tækinu. Eigindlega matið út frá gildistöflu sýndi að lítill munur var á milli meðaltalsgildum tækjanna og myndaraðanna en gildin úr 1,5 T tækinu voru þó örlítið hærri.
    Ályktun: Myndgæði T1- og T2-vigtuðu myndanna úr bæði 0,55 T og 1,5 T tæki á Röntgen Domus eru ekki sambærileg út frá SNR gildum. Dreifing SNR gilda út frá aldurshópunum þremur er gjörólík milli tækjanna tveggja og vigtana. SNR dreifingin er mun jafnari úr 0,55 T heldur en úr 1,5 T tækinu. Myndirnar eru betri úr 1,5 T tækinu. Álykta má að myndgæði beggja segulómtækjanna eru ásættanleg og að 0,55 T tækið gefi fullnægjandi greiningargildi.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Lumbar spine pain is considered to be one of the main problems affecting the health of people around the world and therefore such studies need to provide good quality. More recently, the use of a low-field magnetic resonance imaging (MRI) scanner and artificial intelligence-based technology (AI) to study the lumbar spine has been developed. That development has been proven to be successful and has given decent image quality that is comparable to other MRI scanners on the market.
    Aims: The aim of this study was to compare two different MRI scanners at Röntgen Domus, Medical Imaging and to investigate whether the image quality is acceptable in studies of the lumbar spine. A sub-objective was to check gender and age distribution within each scanner and whether age affects SNR values. It was examined whether image quality was comparable between a 0,55 Tesla MRI scanner with AI and a 1,5 Tesla MRI scanner without AI in studies of the lumbar spine, as well as whether the strength of the magnet affects the diagnostic value of studies of the lumbar spine.
    Methods: This was a retrospective quantitative research study on two MRI scanners that are built with different technologies and have different magnetic fields. The reasearch sample consisted of 120 individuals ranging from 20-82 years old, weighing around 70-80 kg and had undergone MRI examination of the lumbar spine between May 1, 2022 and December 31, 2022. Relevant data was retrieved from the RIS diary and processed in the RadiAnt DICOM Viewer. The image quality was compared between scanners and image sequences based on SNR measurements and qualitative assessment by radiologic technologist student.
    Results: SNR measurements for T1- and T2-weighted images showed that we reject the null hypotheses and conclude that there is significant difference in image quality between 0,55 T scanner and 1,5 T scanner. The SNR values from the 1,5 T scanner were measured significantly higher than the SNR values from the 0,55 T scanner. The qualitative assesment based on table of values showed that there was a minor difference between average values of the scanners and the image sequences, however the values from the 1,5 T scanner were slightly higher.
    Conclusions: The image quality of the T1- and T2-weighted images from the 0,55 T and 1,5 T scanners at Röntgen Domus are not comparable in terms of SNR values. The distribution of SNR values based on the three age groups differs between the two scanners and the image sequences. The SNR distribution is way more even from the 0,55 T than the 1,5 T scanner. The images retrieved from the 1,5 T scanner are greater. Resulting in the image quality of both MRI scanners being acceptable and that the 0,55 T scanner provides adequate diagnostic value.

Samþykkt: 
  • 19.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44350


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa_Prentun.pdf1.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf189.95 kBLokaðurYfirlýsingPDF