is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44351

Titill: 
  • Titill er á ensku Safety of novel oral anticoagulants (NOAC) compared to warfarin for postoperative anticoagulation following mitral valve repair
  • Öryggi beinna hemla (NOAC) samaborið við warfarin til blóðþynningar í kjölfar míturlokuviðgerðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Optimal anticoagulation regimens following mitral valve repair have not been established due to scant evidence. We evaluated the safety of NOAC compared to warfarin for postoperative anticoagulation following mitral valve repair.
    Methods: We performed a single-center, retrospective study including 188 patients who underwent mitral valve repair from 4/2020 to 10/2022. Results were stratified according to initial postoperative anticoagulation strategy, warfarin (n=165) and NOAC (n=23). The safety endpoint was a composite of bleeding events within 6 months postoperatively and the efficacy endpoints were 30-day mortality and a composite of thromboembolic events, at the same period. Anticoagulation groups were compared using logistic regression and Kaplan-Meier survival analysis.
    Results: There was a significant higher number of safety endpoints of gastrointestinal bleeding in the NOAC group, 5 patients (21.7%) compared to 3 in the warfarin group (1.8%). No significant difference was detected regarding the efficacy endpoints. The most common event was stroke, 1 patient in the NOAC group (4.3%) and 3 patients in the warfarin group (1.8%). One 30–day mortality was recorded in the warfarin group. Multivariable binomial logistic regression demonstrated that NOAC use was associated with gastrointestinal bleeding (OR: 16.957, 95% CI: 3.651-94.545, p<0.001). Survival analysis showed a significant difference between the anticoagulation groups regarding gastrointestinal bleeding, p<0.001. During the 6-month follow-up period, 58 patients (30.9%) changed their anticoagulation regimen, 54 patients (93.1%) from warfarin to NOAC, the main reason being subtherapeutic INR (31.5%).
    Conclusion: NOAC may not be as safe as warfarin for postoperative anticoagulation following mitral valve repair, concerning gastrointestinal bleeding. Nevertheless, NOAC may be as effective as warfarin for thromboembolic prophylaxis.

  • Inngangur: Ekki eru til skýr meðferðaráform um blóðþynningu í kjölfar míturlokuviðgerða vegna fárra rannsókna á viðfangsefninu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna öryggi og virkni NOAC (e. novel oral anticoagulants) samanborið við warfarin til blóðþynningar í kjölfar míturlokuviðgerðar.
    Efniviður og aðferðir: Við framkvæmdum einsetra, afturskyggna ferilrannsókn á 188 sjúklingum sem undirgengust míturlokuviðgerð frá 4/2020 til 10/2022. Niðurstöðum var lagskipt eftir upphaflegri blóðþynningargerð í kjölfar aðgerðar, warfarin (n=165) og NOAC (n=23). Öryggis endapunktur leit til atburða tengdum blæðingu, á 6 mánaða eftirfylgnitímabili aðgerðarinnar, og virkni endapunktur 30 daga andlátstíðni og atburða tengdum segareki, á sama tímabili. Blóðþynningarhópar voru bornir saman með tvíkosta aðhvarfsgreiningu og Kaplan-Meier lifunargreiningu.
    Niðurstöður: Þegar litið er til öryggis endapunktsins var marktækt hærra algengi meltingarvegsblæðinga meðal NOAC hópsins, 5 sjúklingar (21.7%) samanborið við 3 í warfarin hópnum (1.8%). Enginn marktækur munur fannst á blóðþynningarhópunum m.t.t. virkni endapunktsins. Algengasta útkoman var heilablóðfall, 1 sjúklingur í NOAC hópi (4,3%) og 3 í warfarin hópi (1,8%). Eitt andlát átti sér stað innan 30 daga frá aðgerð, í warfarin hópi. Fjölbreytu tvíkosta lógistísk aðhvarfsgreining sýndi að NOAC notkun hafði tengsl við meltingarvegsblæðingu (OR: 16.957, 95% CI: 3.651-94.545, p<0.001) og lifunargreining sýndi einnig marktækan mun á milli hópa m.t.t. meltingarvegsblæðingar, p<0.001. Á eftirfylgnitímabilinu skiptu 58 sjúklingar (30.9%) um blóðþynningarhóp, þar af 54 (93.1%) úr warfarini í NOAC. Algengasta orsökin var INR gildi utan viðmiðunarmarka.
    Ályktun: NOAC gæti verið minna öruggt en warfarin til blóðþynningar eftir míturlokuviðgerð vegna meltingarvegsblæðinga. Aftur á móti gæti virkni NOAC og warfarins verið sambærileg til þess að fyrirbyggja segarek.

Styrktaraðili: 
  • Menntasjóður Læknadeildar Háskóla Íslands
Samþykkt: 
  • 22.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44351


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing.pdf222.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BS-verkefni - Katrín Hólmgrímsdóttir.pdf5.25 MBLokaður til...20.05.2026HeildartextiPDF