Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44359
Útdráttur Ritgerð þessi mun fjalla um neyðarvarnarákvæði 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, réttarsögu, einkenni og skilyrði neyðarvarnar. Markmiðið með ritgerðinni er að varpa ljósi á hvað telst vera réttmæt neyðarvörn ef árás á sér stað. Farið verður yfir túlkun Hæstaréttar Íslands á inntaki neyðarvarnarákvæðis 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 til þess að fá skýrari mynd hvar leyfileg mörk neyðarvarnar liggja. Litið er einnig á túlkun Hæstaréttar Danmerkur á neyðarvarnarákvæði 13. gr. straffeloven nr. 1851 af 20/09/2021. Skoðað verður hvernig þessir tveir dómstólar túlka neyðarvarnarákvæði, annars vegar 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og hins vegar 13. gr. straffeloven nr. 1851 af 20/09/2021 og gerður verður samanburður í þeim tilgangi að auka skilning hins almenna borgara á skilyrðum og réttmæti neyðarvarnar. Vert er að nefna að neyðarvörn er bæði að finna í skaðabóta- og refsirétti en í ritgerð þessari verður eingöngu einblínt á neyðarvarnarákvæði almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og ekki gert grein fyrir mögulegri skaðabótaábyrgð sem gæti hafa myndast við neyðarvarnarverk. Neyðarvörnin og skilyrði hennar verða skoðuð með hliðsjón af lögskýringargögnum, dómum og skrifum fræðimanna. Neyðarvörn varð fyrir valinu þar sem áhugi kviknaði þegar höfundur sat námskeið í refsirétti. Hvað niðurstöðu ritgerðarinnar varðar þá var rannsóknarspurningunni; Er neyðarvarnarákvæði 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 nógu skýrt?, ekki auðsvarað. Í ljós kom að öll skilyrði neyðarvarnar verða að vera uppfyllt til þess að neyðarvörnin teljist lögmæt samkvæmt 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hæstiréttur Íslands gefur ekki mikið svigrúm til beitingar neyðarvarnar og túlkar neyðarvarnarákvæði 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þröngt.
Abstract
The act of self-defense exists in both Icelandic tort and criminal law. The act of self-defense was chosen as the author became interested when she took a course in criminal law. This thesis examines the act of self-defense in a criminal law context and specifically addresses the question of whether the act of self-defense as described in Article 12 of the Icelandic General Penal Code no. 19/1940 is sufficiently clear in relation to what constitutes a legitimate act of self-defense. We begin by reviewing the legal history, characteristics and conditions of the act of self-defense under Icelandic criminal law. We then examine the Supreme Court of Iceland's interpretation of the content of the act of self-defense as it occurs in Article 12 before considering the Danish Supreme Court's interpretation of the act of self defense clause of Article 13 straffeloven no. 1851 of 20/09/2021. We compare as well those two Supreme Courts´ interpretation of cases in relation to self-defense. The research question; Is the act of self-defense as it occurs in Article 12 in the Icelandic General Penal Code no. 19/1940 clear enough?, was not easily answered. We discuss the complexity of what constitutes a legitimate act of self-defense under Icelandic criminal law as well as narrow interpretation of Article 12 by the Supreme Court of Iceland whereby all of the conditions of the act of self-defense must be met in order for the act of self-defense to be considered legitimate.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerðin PDF útgáfa.pdf | 463,77 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |