is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4436

Titill: 
 • Samfelld líkön fyrir rándýr og bráð
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð rannsökum við samfelld líkön sem er ætlað að lýsa vexti lífvera með tíma og
  dreifingu þeirra í rúmi. Til þess notum við hlutafleiðujöfnur með lífmassafalli þar sem vöxtur
  einnar tegundar er háður eigin þéttleika sem og þéttleika annarra tegunda. Reynt er að komast að
  eins almennum niðurstöðum og mögulegt er en undirliggjandi er megináhugi á samspili rándýrs
  og bráðar, sér í lagi þorsks og loðnu, og þá með það í huga að leggja grunn að frekari tölulegum
  rannsóknum á slíku samspili. Dreifingu í rúmi er lýst með hlutafleiðuvirkjum sem eru kenndir við
  sveimjöfnu annars vegar og símajöfnu hins vegar. Sveimvirkjanum fylgir sá galli að með honum
  er í reynd leyfð óendanleg ferð lífvera. Á þeim vanda er tekið með símavirkjanum með því að
  innleiða tregðulið á breytingu ferðar en greining á eiginleikjum virkjans verður að sama skapi
  flóknari og hefur verið minna rannsökuð.
  Eftir stutt yfirlit á útleiðslu sveim- og símavirkjans og stöðuleikaniðurstöðum fyrir lífmassaföll
  tveggja tegunda koma tveir meginkaflar ritgerðarinnar. Í þeim fyrri eru rannsökuð skilyrði fyrir staðbundnum stöðugleika, en í þeim síðari skilyrði fyrir Turing óstöðugleika. Hann getur orðið til við samspil tveggja stöðugra eins tegunda kerfa ef sveimstuðlar kerfanna eru mismunandi. Niðurstöður sem lúta að sveimvirkjanum eru að mestu þekktar niðurstöður en að hluta til færðar í nyjan búning. Tilsvarandi niðurstöður fyrir símavirkjann, svo langt sem þær ná, eru hins vegar flestar höfundar.

Styrktaraðili: 
 • RANNÍS, Rannsóknarmiðstöð Íslands,
  Fræðslusjóður Jóns Þórarinssonar.
Samþykkt: 
 • 15.2.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4436


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_fixed.pdf501.67 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna