is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44365

Titill: 
  • Er hægt að fremja innherjasvik eftir birtingu innherjaupplýsinga?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Innherjasvik fela í stuttu máli í sér að einstaklingur býr yfir innherjaupplýsingum og notar þær til að stunda viðskipti. Það er því skilyrði að einstaklingur sannanlega búi yfir innherjaupplýsingum ásamt því að nota þær upplýsingar í viðskiptum er varða þá fjármálagerninga sem í upplýsingunum felast. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvort mögulegt sé að fremja innherjasvik eftir birtingu innherjaupplýsinga. Við birtingu innherjaupplýsinga missa þær stöðu sína sem slíkar og eru þá orðnar aðgengilegar almenningi og jafnræði meðal fjárfesta tryggt. Álitaefni vakna þegar fjárfestir stundar viðskipti um leið og innherjaupplýsingar eru gerðar opinberar, þegar hann er í raun sá eini sem hefur móttekið upplýsingarnar. Annað álitaefni lýtur að því þegar innherji sem býr yfir innherjaupplýsingum undirbýr viðskipti sín á grundvelli innherjaupplýsinga og framkvæmir viðskiptin strax eftir birtingu þeirra.
    Í stuttu máli er svar rannsóknarspurningarinnar það að hægt sé að fremja innherjasvik eftir birtingu innherjaupplýsinga. Þó er svarið við fyrra álitaefninu að við þær aðstæður sem fjárfestir er klókur og útsjónasamur við að afla sér opinberra upplýsinga og stundar viðskipti strax í kjölfarið, að ekki sé um notkun innherjaupplýsinga ræða. Löggjöfinni er ekki ætlað að koma í veg fyrir holla samkeppni og að fjárfestar séu drifnir í að afla sér upplýsinga til að byggja fjárfestingarákvarðanir sínar á. Svarið við seinna álitaefninu er hins vegar að hægt sé að fremja innherjasvik ef aðili hefur undirbúið viðskipti sín á grundvelli innherjaupplýsinga, jafnvel þótt viðskiptin fari fram eftir birtingu þeirra. Við þær aðstæður hlýst ósanngjarnt forskot á kostnað þriðju aðila sem ekki búa yfir sömu upplýsingum og með því dregið undan heilindum markaða. Það fer gegn þeim markmiðum sem MAR er ætlað að tryggja og telst aðilinn undir þeim kringumstæðum því hafa notað innherjaupplýsingar í skilningi bannsins við innherjasvikum.

  • Útdráttur er á ensku

    In short, insider trading involves a person possessing inside information and using it to conduct business. It is therefore a necessary condition for it to be insider dealing, that the person in question is in possession of insider information and uses that information to conduct business. The aim of this thesis is to examine whether it is possible to commit insider dealing after the disclosure of insider information. When insider information is published, it loses its status as such and becomes available to the public, and equality among investors is guaranteed. Issues arise when an investor trades as soon as inside information is made public, where he is actually the only one who has received the information. Another issue concerns when an insider is in possession of insider information and prepares his trade on the basis of that information, but executes the transaction immediately after its publication.
    In short, the conclusion of the research question is that it is possible to commit insider trading after disclosure of insider information. However, the answer to the first issue is that in situations where an investor is clever and resourceful in obtaining public information and trades immediately afterwards, is not considered to be a use of insider information. The legislation is not intended to prevent healthy competition and that investors are driven to obtain information on which they base their investment decisions. The answer to the second issue however, is that insider fraud can be commited if a party has prepared its transaction on the basis of insider information, even if the transaction is carried out after the disclosure of that information. In those circumstances, an unfair advantage is obtained at the expense of third parties who do not possess the information, thereby undermining the integrity of the markets. It goes against the goals that MAR is intended to secure, and under those circumstances the party is considered to have used insider information within the meaning of the prohibition on insider trading.

Samþykkt: 
  • 22.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44365


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Anton Örn P lokaskil.pdf543,78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
antonornbeidni.pdf424,75 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna