is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44366

Titill: 
  • Áhrif tilkomu Landsréttar á sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum : frjálst sönnunarmat dómstóla og breytingar ákvæðisins 194. gr. almennu hegningarlaganna nr. 19/1940
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi ber heitir: Áhrif tilkomu Landsréttar á sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum.
    Í upphafi ritgerðarinnar voru lagðar fram tvær rannsóknarspurningar: Annars vegar Hvaða áhrif hafði tilkoma Landsréttar á sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum, þegar bornar eru saman dómsúrlausnir fyrir og eftir tilkomu réttarins? og hinsvegar: Hvaða áhrif hefur breyting á verknaðarlýsingu ákvæðisins 194. gr. hgl. haft á sönnunarkröfur fyrir dómstólum?. Voru þær lagðar fram með það að markmiði að svara rannsóknarspurningu ritgerðarinnar og kannaði höfundur hennar dóma Hæstaréttar og Landsréttar, þar sem ákært var fyrir brot gegn 194. gr. hgl. Dómar Hæstaréttar voru kannaðir frá árunum 2008 til 2017 og dómar Landsréttar voru kannaðir frá árinu 2018 til og með 1.maí 2023. Sérstök áhersla var lögð á greiningu sönnunarkrafna í málunum og þær heimildir sem dómstólar hafa til þess að sanna að hið rétta komi í ljós. Einnig var litið til þeirra fjölda sýknudóma Landsréttar í samræmi við sakfellingar dóma Hæstaréttar.
    Eftir að hafa greint dóma áfrýjunardómstólanna tveggja var niðurstaða höfundar sú að með tilkomu Landsréttar er augljóst að frjálst sönnunarmat dómstóla hefur orðið strangara með tilkomu Landsréttar, sem veldur fleiri sýknu- en sakfellingardómum en áður fyrr í Hæstarétti. Einnig telur höfundur að með breytingu á verknaðarlýsingu ákvæðsins 194. gr. hgl. hafi orðið erfiðara að sanna sök með því virtu að einungis sé litið til framburðar brotaþola og ákærða.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay is named Impact on the establishment of the national court on the voluntary evaluation of evidence by the court in rape cases. The author puts forward the following two research questions: What impact did the establishment of the national court have on the courts right to voluntarily evaluate the evidence? and: Have the changes made in article 194 of the penal code impacted the evaluation process of the court in rape cases? Intending to answer the research questions of this essay the author explored judgments of the supreme court and the national court where the charges were brought under the article 194 of the general penal code. Judgments of the supreme court were examined in the years 2008 to and including 2017 and the judgments of the national court were examined in the period 2018 to and including 1st of May 2023. Special emphasis was placed on the analysis of the evaluation of evidence in the judgments and the courts sources to reveal the truth. As well special analysis was made on the amount of acquittals eftir the establishment of the national court in regards to the amount of convictions by the Supreme court the years before.
    After analyzing the judgments of the two appeal courts the author concluded that with the establishment of the national court it was obvious that the voluntary evaluation of evidence by the court had gotten more strict which concluded in more acquittals than convictions then before by the supreme court. It was noted as well that with the changed made on Art 194 of the general penal code it had gotten more difficult to proof guilty in regards to the fact that the only evidence are statements of the victim and the accused.

Samþykkt: 
  • 22.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44366


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Lokadraft.pdf594.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna