is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44367

Titill: 
  • Um sönnun í sakamálum : umfjöllun um dóm Hæstaréttar 15. október 2020 í máli nr. 16/2020
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefeni þessarar ritgerðar er umfjöllun um dóm Hæstaréttar frá 15. október 2020 í máli nr. 16/2020. Í málinu var hinn áfrýjaði dómur ómerktur vegna annmarka sem þóttu vera á aðferð við mat á sönnun í málinu. Sá annmarki sem tekinn er til sérstakrar skoðunar er sú staðreynd að við mat Landsréttar á trúverðugleika framburðar ákærða skipti máli að hann hafi ítrekað skoðað efni sem sýndi börn á kynferðislegan hátt, en hann hafði verið sakfelldur fyrir þá háttsemi áður í dómnum. Það er að við mat á sönnun í málinu notaði Landréttur sakfellingu af einu broti til sönnunar um sök á öðru broti. Þetta hefur verið nefnt smitsönnun á milli ákæruliða. Í ritgerðinni er fjallað um þær réttarreglur sem gilda um sönnun í sakamálum og stuttlega er vikið að ákveðnum tegundum sönnunargagna sem máli þykja skipta fyrir efni ritgerðarinnar. Leitast er við að varpa ljósi á hugtakið smitsönnun að teknu tilliti til sönnunarreglna sakamálaréttarfars og að virtum dómum Hæstaréttar. Þá er umfjöllun um dóm Hæstaréttar sem og um meðferð málsins á öllum dómstigum. Að lokum eru dregnar ályktanir um málið í heild sinni.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að svo nefnd smitsönnun á milli ákæruliða geti verið heimil við vissar aðstæður. Grundvallast sú staðhæfing á þeirri forsendu að hvert brot sæti þó alltaf sjálfstæðu mati. Aftur á móti verður að hafa þann fyrirvara á, að vegna fjölbreytileika sakamála er örðugt að draga almenna ályktun um það hvernig sönnunarmat í sakamálum skuli fara fram, enda tekur slíkt mat mið af atvikum máls hverju sinni.

  • Útdráttur er á ensku

    The thesis centers around an analysis of the Icelandic Supreme Court´s (í. Hæstiréttur) judgment dated October 15th , 2020, in case no. 16/2020. The Supreme Court annulled the earlier decision reached by the Icelandic Court of Appeal (í. Landsréttur), which had found the defendant guilty of all charges, due to manifest errors in the method by which the Appellate Court assessed evidence. The focus of the thesis concerns one particular error in the Appellate Court's assessment of evidence, namely that during its evaluation of the defendant‘s testimony regarding a particular sexual offence of which he was accused, which the Court considered to be uncredible, the fact that the defendant had viewed child pornographic content was found to be relevant to the Court‘s assessment of evidence. This occurred in spite of the fact that, earlier in its decision, the Court had convicted the defendant for viewing child pornography, pursuant to Article 202 of the Criminal Code. Therefore, in its assessment of evidence regarding one offence, the Court was affected by a distinct offence, of which the defendant was accused of and convicted for in the same case. This particular method of assessment has been referred to as contagious assessment of evidence (í. smitsönnun), i.e., because there is a contagion effect from one count to another. The thesis includes a discussion on the legal rules applicable to proof in criminal cases under Icelandic law. Furthermore, chosen categories of evidence will be highlighted, that are relevant to the thesis. The author will try to shed light on the concept of contagious assessment of evidence, taking into consideration the relevant rules of criminal law procedure in Iceland. The decisions reached by the District Court of Reykjaness (í. Héraðsdómur Reykjaness), acting as a court of first instance, and subsequently the Appellate Court, will be examined. In addition, the Supreme Court´s reasoning for annulment is analysed.
    The main conclusions resulting from the analysis is that contagious assessment of evidence might be permissible under certain circumstances. However, this conclusion is founded on the important premise that each offence must always be assessed independently. That being said, it must be noted that because of the extreme variety of criminal cases, it is difficult to draw a general conclusion regarding the way in which evidence should be assessed in criminal cases. Such an assessment must always be highly dependent on the circumstances of each case.

Samþykkt: 
  • 22.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44367


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA lokaverkefni - ÞHR - Lokaskil.pdf499,11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna