Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44370
Ofbeldi í nánum parasamböndum og ákvæði 218. gr. b almennra hegningarlaga: Er þörf á lagabreytingu?
Ofbeldi í nánum samböndum er alþjóðlegt vandamál sem er óháð félagslegri, efnhagslegri, trúarlegri eða menningarlegri stöðu fólks. Það heldur aftur af framþóun jafnréttis kvenna og karla, en konur eru í flest öllum tilfellum þolendur ofbeldisins. Í ritgerðinni verður lögð áhersla á þróun íslenskra lagaákvæða er varða ofbeldi í nánum samböndum. Til langs tíma var ekki að finna sérstakt ákvæði í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 sem tók á ofbeldi í nánum samböndum. Með setningu sérstaks ákvæðis vildi löggjafinn veita þeim sem ofbeldið þyrftu að þola sem mesta réttarvernd. Þá þótti löggjafanum aðild Íslands að Istanbúl-samningnum gefa fullt tilefni til setningar sérstaks ákvæðis um ofbeldi í nánum samböndum. Samningurinn hefði yfirlýst markmið að vinna gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi og sérstakt refsiákvæði væri í samræmi við efni og tilgang samningsins. Einnig verður skoðað eðli og inntak núgildandi ákvæðis, 218. gr. b almennra hegningarlaga með áherslu á réttarvernd brotaþola. Höfundi varð það ljóst við skoðun á dómaframkvæmd og lögskýringargögnum að ákvæðið virðist ekki veita öllum einstaklingum í nánu parasambandi réttarvernd samkvæmt inntaki þess. Þungamiðja ritgerðarinnar verður miðuð að þeirri umfjöllun ásamt samanburði við sambærileg refsiákvæði annarra norrænna ríkja. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á það hvort endurbóta á lagaákvæði 218. gr. b sé þörf í ljósi dómaframkvæmdar og markmiðsins með lögfestingu þess.
Domestic violence and Article 218(b) of the General Penal Code: Does the provision require legislative reform?
Domestic violence is a pervasive global problem that affects individuals regardless of their social, economic, religious, or cultural background. Women are often the primary victims of such violence, hindering progress toward gender equality. This essay will focus on the development of Icelandic legislation regarding domestic violence. For a long time, no specific provision in the Genera Penal Code no. 19/1940, dealt with domestic violence. By introducing a specific penal provision, the legislature wanted to provide the highest possible legal protection to those who have suffered domestic violence. The Icelandic government's ratification of the Istanbul Convention provided an oppertune moment for the legislature to interduce a specific provision on domestic violence. The convention declared its aim of combating violence against women and domestic violence, and a specific punishment provision would be in line with the purpose and objectives of the agreement. The essay will also focus be on the nature and content of the current provision, Article 218(b), with an emphasis on the legal protection of victims. It became clear to me when reviewing the case law and interpretation documents that the provision does not appear to provide all individuals in close relationships with legal protection according to its content. The main focus will be on wheter legislative reform of Article 218(b) of the General Penal Code is necessary, in light of case law and the objectives of its legislation, along with a comparison to similar penalty provisions in other Nordic countries.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð -loka- Aldís R.Ingólfsdóttir.pdf | 819,33 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |