Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/44371
Er forsetinn konungur Íslands?
Vangaveltur um tilurð, grundvöll og túlkun stjórnarskrár Íslands.
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands hefur verið í gildi allt frá lýðveldisstofnun árið 1944, þrátt fyrir að upphaflega hafi hún verið ætluð til bráðabirgða. Þegar Ísland varð lýðveldi og forseti kom í stað konungs var engu breytt frá stjórnarskrá konungsríkisins Íslands frá árinu 1920, nema því sem nauðsynlegt var talið. Frá því að stjórnarskráin tók gildi árið 1944, hefur nokkrum sinnum verið hafist handa við að endurskoða hana, en þrátt fyrir það hefur slík heildarendurskoðun aldrei skilað árangri. Ísland hefur því enn í dag stjórnarskrá sem samin var fyrir annað land, á öðrum forsendum, á annarri öld. Fyrir vikið má segja að Íslendingar hafi setið eftir með óskýra mynd af hlutverki forseta, þar sem honum eru falin tiltekin völd í stjórnarskránni sem önnur ákvæði taka svo frá honum. Hvað gerir forseti Íslands í raun? Er hann valdalaus líkt og konungur eða hefur hann einhver völd? Óskýrleiki stjórnarskrárinnar varðandi hlutverk forseta hefur haft afleiðingar í för með sér og skapað ringulreið í þjóðfélaginu, ekki síst á Alþingi, en fjallað er um dæmi þess í ritgerðinni.
Í þessari ritgerð eru stjórnarskrár Íslands og Danmerkur bornar saman, með áherslu á forseta- og konungsákvæði. Sérstaklega verða tekin fyrir nánast samhljóða ákvæði 29. gr. íslensku stjórnarskrárinnar og 24. gr. þeirrar dönsku, og fjallað um náðun og uppreist æru. Þá verður rýnt í það hvernig ein stjórnarathöfn, ein undirskrift forseta, gat komið af stað atburðarrás sem olli almenningi svo miklum ama, að sitjandi ríkisstjórn féll og stórtækar lagabreytingar fóru hratt í gegn, allt vegna þess að stjórnarskráin er ekki nægjanlega fyrirsjáanleg.
Is the Icelandic President the King of Iceland?
Speculation about the origin, foundation and interpretation of Iceland's Constitution.
The Constitution of the Republic of Iceland has been in operation ever since the establishment of the republic in 1944, despite that originally it was only intended to be temporary. When Iceland declared independence and a president replaced the king, only urgent changes were made to the Constitution of the Kingdom of Iceland from 1920. Despite several attempts to revise the effective constitution from 1944, a complete review has not been successful. Therefore, Iceland still depends on a constitution that was drawn up for another country; from a different perspective and in another age. As a result, it can be said that Icelanders have been left with an ambiguous view of the president‘s role, as the constitution gives him certain powers which are removed by other provisions. What does the President of Iceland really do? Is he powerless like a king or does he have some authority? The ambiguity of the constitution regarding the president‘s role has had consequences and created chaos in the society, not least in Alþingi, an example of which is discussed in the essay.
In this essay, the constitutions of Iceland and Denmark are compared, focusing on the presidential and royal provisions. In particular, the almost identical provisions of Article 29 of the Icelandic Constitution and Article 24 of the Danish Constitution, with emphasis on pardon and reprieve. Following is a review on how, one governing act, one signature from the President, could start series of events causing the public such distress, that the government in power collapsed and extensive amendments to the constitution were passed and legislated under urgency, all because of an unpredictable constitution.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Er forsetinn konungur Íslands - BA ritgerð.pdf | 565,67 kB | Open | Complete Text | View/Open |