is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44372

Titill: 
 • Aðgengi að dómstólum í loftslagsmálum : hindranir og lagaleg álitaefni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Loftslagsbreytingar stofna velferð og mannréttindum fólks um allan heim í hættu. Af þeirri ástæðu hafa ríki undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar og ráðist í aðgerðir til þess að koma í veg fyrir frekari hækkun hitastigs jarðar. Þrátt fyrir þetta heldur hiti áfram að hækka og hefur almenningur því gripið til þess að reyna að knýja fram efndir eða metnaðarfyllri markmið með höfðun loftslagsmála.
  Markmið ritgerðarinnar er að greina helstu hindranir sem staðið geta í veg þegar slíkt mál verður höfðað á Íslandi. Í henni er fjallað um loftslagsmál erlendis og niðurstöður bornar saman við íslenskar réttarreglur. Umfjöllun víkur fyrst að alþjóðlegum skuldbindingum Íslands gagnvart loftslagsbreytingum, síðan að aðildarskilyrðum einstaklinga og félagasamtaka og að lokum fjallar hún um endurskoðunarheimildir dómstóla á ákvörðunum stjórnvalda.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að það geti reynst snúið að sýna fram á lögvarða hagsmuni umfram aðra í loftslagsmálum vegna þess að áhrif loftslagsbreytinga eru ekki staðbundin. Framkvæmd bendir til þess að einstaklingar búsettir á viðkvæmum svæðum séu í sterkri stöðu þegar þarf að sýna fram á einstaklega, lögvarða hagsmuni. Börn eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart loftslagsbreytingum en verða engu að síður að sína fram á einstaklega hagsmuni umfram önnur börn og verða þannig að byggja á fleiru en aðeins aldrinum. Erfitt er að draga ályktun um aðra hópa sökum lítillar framkvæmdar til þess að greina. Í málum þar sem stefnendur hafa byggt á mannréttindum fást allajafna ákjósanlegri niðurstöður.
  Þá standa umhverfissamtök á Íslandi ekki jöfnum fæti við umhverfissamtök erlendis vegna þess hvernig Árósarsamningurinn var innleiddur í íslenskan rétt. Íslensk umhverfissamtök verða að sýna fram á lögvarða hagsmuni félagsmanna til þess að geta notið aðildar.
  Þrátt fyrir að kveðið sé á um þrígreiningu ríkisvaldsins í íslensku stjórnarskránni hefur verið litið svo á að dómstólum sé heimilt að leggja mat á lögmæti ákvarðana eða aðgerða stjórnvalda án þess þó að kveða efnislega á ákvarðanir sem stjórnvöldum er ætlað að taka ákvörðun um.

Samþykkt: 
 • 22.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44372


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðgengi að dómstólum í loftslagsmálum-Hindranir og lagaleg álitaefni pdf..pdf499.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna