is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44373

Titill: 
  • Sönnun í kynferðisbrotamálum : með tilliti til dómstóls götunnar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kynferðisbrot eru meðal alvarlegustu brota sem í almennum hegningarlögum eru. Það sem einkennir kynferðisbrot er afar erfið sönnunarstaða. Samfélagsleg umræða um kynferðisbrot hefur verið háværari undanfarið, í kjölfar #MeToo fóru einstaklingar að tjá sig í auknum mæli, opinberlega og jafnvel nafngreina meinta gerendur. Má því velta fyrir sér hve langt megi ganga m.t.t. þess að maður skuli talinn saklaus uns sekt er sönnuð og m.t.t. friðhelgi einkalífs.
    Í ritgerðinni verður litið til sönnunar í kynferðisbrotamálum með tilliti til dómstóls götunnar. Verður fjallað um sönnunarmat dómara, hvernig því sé háttað þegar kynferðisbrot er til úrlausnar dómstóla og metið er hvort atvik sé sannað eður ei. Eins verður í ritgerð þessari vikið að réttarkerfinu, komið inn á mikilvægi dómstóla og loks verður vikið að hinum svokallaða dómstól götunnar og hvort mál verði sönnuð þar. Litið verður til afleiðinga þess er dómstóll götunnar ákveður að taka mál í sínar hendur, oft með aðstoð fjölmiðla og fjalla um meinta gerendur kynferðisbrota, sem jafnvel hafa ekki sætt rannsókn lögreglu, meðferðar ákæruvalds eða úrlausnar dómstóla eða hafa verið sýknaðir fyrir þá háttsemi sem þeim er gefin að sök.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að erfið sönnunarstaða kynferðisbrota ræðst aðallega á skorti á sönnunargögnum. Þar er yfirleitt aðeins um orð brotaþola gegn orði ákærða að ræða og lítið um önnur sönnunargögn þeim framburðum til stuðnings. Dómstólar eru afar mikilvægir, þeir eru valdir í störf á grundvelli þekkingar, menntunar og færni auk þess að vera ein ástæða þess að réttarríki gangi upp en ríkinu stjórni ekki almenningur af geðþótta. Mál verður ekki sannað hjá dómstól götunnar, það er sannað innan dómskerfisins og viðunandi refsing fundin. Refsing dómstóls götunnar er yfirleitt verri og hefur mun neikvæðari áhrif á þann sem verður fyrir auk þess sem ljóst er að meiri líkur eru á því að menn séu þar dæmdir að ósekju.

  • Útdráttur er á ensku

    Sexual offenses are among the most serious crimes within general criminal laws and are extremely difficult to prove. In recent years, the social discourse around sexual assault has intensified with the rise of the #MeToo movement, leading more people to publicly share their stories and identify their alleged perpetrators. However, this has also raised questions about the limits of allegations, the presumption of innocence, and privacy rights.
    This thesis is based on evidence in sexual offense cases regarding to „street courts“. The thesis will explore the handling of evidence in sexual offense cases, examining the causes of the high burden of proof required. Additionally, it will consider how judges evaluate evidence in such cases and determine whether an offense has been proven. The legal system will be examined, with a particular emphasis on the importance of courts in upholding the rule of law. Finally, the phenomenon of „street courts“ will be analyzed, whereby individuals take matters into their own hands outside of the judicial system, often with the assistance of the media, and make judgments about alleged perpetrators who may not have undergone police investigation, prosecution, judicial resolution, or even been acquitted.
    The thesis concludes that the primary difficulty in proving a sexual offense is the lack of concrete evidence. Frequently, it boils down to a case of one person's word against another's. Courts are essential to the functioning of the legal system, as they are staffed with individuals chosen for their knowledge, education, and expertise. They ensure that the rule of law is upheld and prevent arbitrary judgments by the public. Ultimately, cases should be decided within the judicial system, where an appropriate punishment can be determined. „Street courts“ on the other hand, often result in harsher, more damaging outcomes and can lead to wrongful judgments.

Samþykkt: 
  • 22.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44373


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - 2023 - PDF.pdf889,91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna