is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44375

Titill: 
 • Stórfelld líkamsárás eða tilraun til manndráps? : hvar liggja mörkin milli 2. mgr. 218. gr. og 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Stórfelld líkamsárás eða tilraun til manndráps?
  Tilgangur ritgerðarinnar er að rannsaka hvar mörkin milli stórfelldrar líkamsárásar samkvæmt 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og tilraunar til manndráps samkvæmt 211. gr., sbr. 20. gr. sömu laga liggja. Farið er ítarlega yfir hvort lagaákvæðið fyrir sig og gerð grein fyrir því hvað felst í ákvæðunum og hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt svo háttsemi varði við ákvæðin. Farið er yfir dóma Hæstaréttar og Landsréttar sem fallið hafa á árunum 1983 til 2023 sem gefa skýringu á mörkum ákvæðanna og leitast við að draga fram þau viðmið sem dómstólar hafa til hliðsjónar við matið. Sérstök áhersla er lögð á nýlega dómaframkvæmd en þó er eldri dómaframkvæmd höfð til samanburðar til að greina hvernig framkvæmdin hefur þróast og varpa frekari ljósi á það hvar mörkin liggja í dag. Umfjöllunin um dómaframkvæmd er skipt upp eftir þeim verknaðaraðferðum sem stuðst er við; hvort notast sé við stunguvopn, skotvopn eða aðra verknaðaraðferð. Þungamiðja ritgerðarinnar beinist að árásum þar sem stuðst er við stunguvopn enda langalgengast að árásarmaður sé með slíkt vopn þegar sakfellt er fyrir tilraun til manndráps og er þeirri umfjöllun skipt upp eftir því á hvaða líkamsparti hnífslagið endar. Að endingu er leitast við að svara rannsóknarspurningunni og helstu niðurstöður dregnar saman.

 • Útdráttur er á ensku

  Serious physical assault or attempted manslaughter?
  The objective of this thesis is to analyse the boundaries between serious physical assault according to article 218, paragraph 2, of the General Penal Code (Law No. 19/1940), and attempted manslaughter according to article 211, compared to article 20 of the same law. Each article is analysed and said articles discussed with the aim to explain their provisions. Sentences from the Supreme Court of Iceland and Landsréttur, dating from 1983 to 2023, will be reviewed, with the aim of clarifying the boundaries between the articles and bring forward the criteria that courts in Iceland take into consideration in their assessment. Emphasis is placed on recent judicial practice and older judicial practice used comparably to analyse the development of the judicial practice, to further clarify the status of the boundaries of the articles. The discussion of judicial practice is divided up into the methods of action used in the attack; that is to say, is a sharp instrument used, firearm or other methods of action. The focus of the thesis is on attacks where a sharp instrument is used, since it is most common that a conviction of attempted murder is passed when an attacker uses such a weapon. That discussion is then divided up into subdiscussions of which body part the sharp instrument hits. In the conclusion it is endeavoured to answer the research question and the main results are summarized.

Samþykkt: 
 • 22.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44375


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skil-4_BHH-lokaskil-JSÞ (1).pdf625.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna