is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44377

Titill: 
  • Kynrænn sjálfsákvörðunarréttur : nýtur kynrænn sjálfsákvörðunarréttur trans fólks lagaverndar á Íslandi?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að svara þeirri spurningu hvort kynrænn sjálfsákvörðunarréttur sé tryggður á Íslandi. Til þess að svara þeirri spurningu var fyrst afmarkað hvað fælist í kynrænum sjálfsákvörðunarrétti og hvernig hann hefði verið tryggður samkvæmt þeim þjóðréttarlegu skuldbindingum sem Ísland hefði undirgengist. Þá var rakin þróun réttarins í íslenskum lögum og fjallað um hvernig hann væri tryggður í núgildandi lögum og framkvæmd. Helstu niðurstöður voru þær að í kynrænum sjálfsákvörðunarrétti fælist í hið minnsta réttur einstaklingsins til þess að leiðrétta kynskráningu sína og nafn til samræmis við kynvitund og að slík leiðrétting væri ekki viðlögð neinum meiðandi skilyrðum, sér í lagi um sjúkdómsvæðingu. Þá að slíkur réttur næði jafnt til kynsegin fólks. Loks fælist í réttinum að tryggður væri aðgangur að trans heilbrigðisþjónustu. Fram kom að allir þessir þættir hefðu að meginstefnu verið tryggðir í íslenskum lögum í dag. Þeir nytu þá ennfremur stjórnarskrárverndar samkvæmt 71. og 76. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Fram kom að þó væru enn nokkrir annmarkar sem stæðu í vegi þess að kynræns sjálfsákvörðunarréttar yrði notið til fulls. Lutu þeir meðal annars að takmörkunum á leiðréttingu kynskráningar, hefði hún þegar verið leiðrétt einu sinni. Þá takmörkunum á aðgang að heilbrigðisþjónustu, meðal annars langan biðtíma, takmörkunum á kostnaðarþátttöku sjúkratrygginga og að réttur til launa í veikindaforföllum í þeim tilfellum sem trans heilbrigðisþjónusta er sótt væri ekki tryggður. Eftir atvikum voru lagðar fram tillögur að úrbótum.

Samþykkt: 
  • 22.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44377


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-ritgerð-HS-lokaskil 12.05.pdf796,15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Hekla Sigrúnardóttir - beiðni um lokun.pdf419,18 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna