Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44378
Meginreglan um samstöðu hefur orðið að mikilvægu viðfangsefni á síðustu árum. Um er að ræða grundvallarreglu innan helstu sáttmála Evrópusambandsins (ESB) sem hefur að hluta til verið innleidd í lögum og reglugerðum sambandsins. Þrátt fyrir það hefur skortur á lagalegum skýrleika og skilvirkri aðgerðarhæfingu reglunnar valdið „samstöðukrísu“ á þessu réttarsviði. Þessi krísa einkennist af skorti á samheldni meðal aðildarríkja ESB, ósamkomulagi um eðli reglunnar, árangurslausri framkvæmd hennar innan samevrópska hæliskerfisins (CEAS) og pólitískri andstöðu við áþreifanlegar samstöðuráðstafanir.
Þessi ritgerð miðar að því að leiðbeina um eðli, skilgreiningu og einkenni samstöðureglunnar og svara spurningunni: hvernig er hægt að framkvæma samstöðuregluna á áhrifaríkan hátt innan lagaramma ESB um fólksflutninga og hæli, þrátt fyrir skort á lagalegum skýrleika, og þeim fyrirstöðum sem stafa af ‘samstöðukrísunni’?
Til að ná þessu markmiði verður saga og uppruni samstöðureglunnar skoðuð ásamt stöðu hennar í sáttmálum ESB, sem og framkvæmd hennar innan afleiddra laga ESB. Einnig verður uppruni og afleiðingar „samstöðukrísunnar“ skoðuð. Auk þess mun verða málin Slovakia og Hungary g. Council og Commission g. Poland, the Czech Republic og Hungary greind, til að leiða í ljós hvaða leiðbeiningar Evrópudómstóllinn (CJEU) hefur veitt um framkvæmd þessarar meginreglu. Ritgerðinni lýkur með stuttri umfjöllun um nýja sáttmálann um fólksflutninga og hæli (‘New Pact on Migration and Asylum’), stefnuviðbrögð sem miða að því að mæta áskorunum á þessu sviði. Meginniðurstaðan sem dregin er af þessari athugun er sú, að til þess að samstaða geti virkað í raun og veru er nauðsynlegt að innleiða bindandi afleidda löggjöf sem veitir meginreglunni lagalegan framfylgjanleika, ásamt því að veita skýra lagalega skilgreiningu á hugtakinu samstaða innan innflytjenda- og hælislöggjafar ESB.
The principle of solidarity has emerged as a central issue in recent years. Although it carries significant weight within EU primary law and has been partially implemented through secondary law, its lack of legal clarity and effective operationalization has caused a ‘crisis of solidarity’. This crisis is characterized by a lack of solidarity amidst EU Member States, disagreement on solidarities nature, ineffective operationalization within the Common European Asylum System (CEAS), and political opposition towards concrete solidarity measures.
This thesis examines the nature, definition, and characteristics of this principle and answers the question; how can the principle of solidarity be efficiently operationalized within the European Union's migration and asylum law framework, given its lack of legal clarity, and the challenges posed by the ‘crisis of solidarity’?
To accomplish this goal, we will examine the history and origin of solidarity and its status in EU Treaties, as well as its operationalization within EU secondary law governing the CEAS. The origins and nature of the ‘crisis of solidarity’ will also be explored. Additionally, the cases of Slovakia and Hungary v. Council and Commission v. Poland, the Czech Republic, and Hungary will be analyzed, to understand what guidance the European Court of Justice (CJEU) has provided regarding operationalization of solidarity. This thesis concludes with a brief discussion on the ‘New Pact on Migration and Asylum’, a policy response meant to resolve challenges resulting from the crisis. The primary conclusion reached is that for solidarity to be effectively operationalized, it is necessary to give the principle legal enforceability through binding secondary legislation and to provide a clear legal definition of the principle within EU migration and asylum law.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
The crisis of solidarity - ML Ritgerð - Snorri Hjálmarsson.pdf | 1.01 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |