is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44381

Titill: 
 • Brottflutningsskattur : með áherslu á söluhagnað hlutabréfa og séreignarsparnað hjá einstaklingum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvort Ísland sé að missa skattlagningarrétt af söluhagnaði hlutabréfa og af lífeyrisgreiðslum samkvæmt tvísköttunarsamningum, og ef svo er, hvort unnt er að laga þá stöðu með innleiðingu brottflutningsskatts, sem nær til einstaklinga sem flytja úr landi, með því að gera grein fyrir kröfum sem gerðar eru til útfærslu brottflutningsskatts. Í ritgerðinni er fjallað um núgildandi reglur í lögum um tekjuskatt nr. 90/2003, í tvísköttunarsamningum og í samningsfyrirmynd OECD um skattlagningu söluhagnaðar hlutabréfa og séreignarsparnaðar. Fjallað er um ýmis erlend dómafordæmi og eins er gerð grein fyrir útfærslu brottflutningsskatts í öðrum ríkjum.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru í fyrsta lagi þær að í meirihluta tilvika nær Ísland ekki að skattleggja lífeyrisgreiðslur né söluhagnað hlutabréfa vegna flutninga einstaklinga úr landi. Í öðru lagi þá er unnt að bæta þá stöðu með brottflutningsskatti á söluhagnað hlutabréfa, þar sem að þrátt fyrir að hann hindri staðfesturétt, sbr. 31. gr. samnings um Evrópska efnahagssvæðið („EES-samningur“) eða frjálsa för fjármagns, sbr. 40. gr. EES-samnings, þá er unnt að réttlæta hann, og þar sem, hugtakið sala samkvæmt 13. gr. samningsfyrirmyndar OECD nær til fleiri tilvika heldur en raunverulegrar sölu. Í þriðja lagi þarf við útfærslu skattsins að tryggja að skattgreiðanda gefist kostur á að greiða skattgreiðsluna við brottför eða eftir fyrirkomulaginu sem skattlagning er byggð á og að skilgreina í lögunum hvenær sala fer fram. Í fjórða lagi er jafnframt hægt að koma í veg fyrir skattatap með brottflutningsskatti á séreignarsparnað með því að afmarka í lögunum hvenær greiðsla telst vera innt af hendi. Við útfærslu ákvæðisins þyrfti hins vegar að tilgreina að frádrættir sem veittir eru þegar iðgjöld eru greidd í séreignarsparnað feli í sér neikvæða kröfu á skattaðila og tilvik þar sem slík neikvæð krafa heimilar að leggja skatt á heildarfjárhæðina og hvenær hún nær eingöngu til fyrrum frádrátta.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this thesis is to determine whether Iceland is losing the right to tax capital gains and private pension payments in the double taxation agreements (“DTA’s”), and if so, whether it is possible to rectify the situation by imposing exit tax for migrating individuals on those payments and how such tax should be implemented. The thesis addresses the current rules that govern the taxation of capital gains and private pensions under Income Tax Act no. 90/2003, DTA’s and the OECD Model Tax Convention. Simultaneously, various foreign court precedents are discussed, as is the application of exit tax provisions in other countries.
  The thesis concluded, firstly, that in most cases Iceland does not manage to tax payments when individuals leave Iceland. Secondly, Iceland can rectify the situation by imposing an exit tax on the capital gains, since such a tax, while hindering the freedom of establishment or free movement of capital guaranteed by Articles 31 and 40 of the European Economic Area Agreement, can be justified under the rule of reason, and because the concept of alienation, as defined in Article 13 in the OECD Model Tax Convention, encompasses more cases than actual alienation. Thirdly, when implementing exit tax, it is vital to ensure that the taxpayer has the option of paying the tax upon departure or according to a specific arrangement and to define in the legislation when the alienation occurs. Lastly, by defining when a payment occurs, it is also possible to prevent tax losses by imposing an exit tax on private pensions. However, it must be specified that deductions granted, when contributions are paid into private pension, should be treated as a negative personal obligation as well as whether this obligation allows tax to be imposed on the lump sum or only on previous deductions.

Samþykkt: 
 • 22.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44381


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KMK - Lokaútgáfa - ML ritgerð.pdf734.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
KMK- beiðni.pdf399.08 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna