is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44389

Titill: 
  • Líðan sjúklinga í defecografíu rannsókn. Gæðarannsókn á Landspítala
  • Titill er á ensku Patiens Experience in Defecography. Quality study at The National University Hospital of Iceland
Námsstig: 
  • Diplóma meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Defecografía er skyggnirannsókn sem er notuð til að fylgjast með tæmingu úr endaþarmi. Hún hefur verið aðalrannsókn í greiningu á sjúkdómum á endaþarmssvæði og grindarbotni við hægðalosun í 70 ár. Rannsóknin getur verið óþægileg fyrir sjúkling og því er mikilvægt að útskýra rannsókn áður en hún er framkvæmd. Skyggnirannsókn er gerð með röntgengeisla sem flokkast undir jónandi geislun gerð af mannavöldum. Jónandi geislun getur valdið skaðlegum áhrifum á lífverur og því er mikilvægt að lágmarka útsetningu.
    Markmið: Markmið rannsóknar var að kanna líðan sjúklinga við framkvæmd defecografíu rannsóknar á röntgendeild Landspítalans við Hringbraut. Auk þess var markmiðið að skoða geislaskammta hjá þeim sjúklingum sem gengust undir slíka rannsókn. Tilgangur rannsóknar var einnig að athuga hvort skortur sé á upplýsingaflæði til sjúklinga fyrir rannsókn. Undirmarkmið rannsóknar var að gera upplýsingabækling fyrir framtíðarsjúklinga sem þurfa á rannsókninni að halda.
    Efni og aðferðir: Rannsóknin var framkvæmd á röntgendeild Landspítalans við Hringbraut. Rannsóknin var framskyggn, megindleg og var gerð í tveimur hlutum. Safnað var gögnum á tímabilinu janúar 2023 til og með mars 2023. Sjúklingar yngri en 18 ára voru útilokaðir úr rannsókninni. Fyrri hluti gagnasöfnunarinnar fólst í söfnun á svörum þátttakenda við spurningalista eftir defecografíu rannsókn. Seinni hluti gagnasöfnunarinnar fólst í að safna upplýsingum um geislaskammt þátttakenda úr defecografíu rannsókn.
    Niðurstöður: Alls undirgengust 21 manns defecografíu rannsókn á rannsóknartímabilinu, 19 samþykktu þátttöku í rannsókninni og 18 svöruðu spurningalistanum. Rannsóknin sýndi að 50% þátttakanda fengu upplýsingar um defecografíu rannsóknina þegar sótt var skuggaefni og 61,1% afla sér upplýsinga áður en þeir mættu. Tæplega 11% fengu ekki útskýringu fyrir eða á meðan framkvæmd rannsóknar stóð. Hlutfall þeirra sem upplifðu kvíða fyrir rannsókn var 38,9% og þeirra sem upplifðu stress var 33,3%. Allur gangur var á hvernig þátttakanda leið fyrir, á meðan og eftir rannsóknina. Algengast var að þátttakandi svaraði „Hvorki né“ fyrir rannsóknina (44,4%) og á meðan rannsókninni stóð (55,5%). Eftir rannsóknina var 50% sem leið vel. Engum leið mjög illa, en nokkrum leið illa fyrir rannsóknina (22,2%), á meðan rannsókninni stóð (5,6%) og eftir rannsóknina (11,1%). Meiri en helmingur (61,1%) hefði ekki viljað betri upplýsingar um rannsóknina fyrir fram en tæplega 40% hefði viljað betri upplýsingar. Niðurstöður tilgátuprófa sýndu fram að ekkert samband var á milli aldurs og upplifunar eða líðan þátttakanda. Auk þess var ekki samband á milli aldurs þátttakanda og þörf á meiri fræðslu fyrir rannsóknina. Miðgildi geislaskammta þátttakanda (12.899,7 mGycm2) var innan NDRLs sem sett hefur verið í Bretlandi (14.000 mGycm2).
    Ályktun: Flestir en þó ekki allir sjúklingar sem gangast undir defecografíu rannsókn fá góðar upplýsingar og útskýringu á framkvæmd defecografíu rannsóknar fyrir fram. Rannsakandi metur niðurstöður rannsóknar að hægt væri að bæta úr upplýsingaflæði til sjúklinga og þar af leiðandi líðan þeirra. Upplýsingabæklingur ætti að vera í boði fyrir alla þá sjúklinga sem vilja fá betri upplýsingar fyrir defecografíu rannsóknina. Góð vitneskja sjúklinga um undirbúning og framkvæmd rannsóknar gæti leitt til betri líðan við framkvæmd defecografíu rannsóknar.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Defecography is a radiological imaging exam used to evaluate the mechanics of patients defecation. The exam has been the primary diagnostic tool for diseases in the recto-anal region and the pelvic floor. The exam can be uncomfortable for patients, therefore it is neccessary to walk through the imaging process beforehand with the patient. Fluoroscopy is done with X-rays and is classified as man-made ionizing radiation. Ionizing radiation can cause harmful effects on living beings and it‘s important to minimize exposure to it.
    Objective: The study primary objective was to do research on patients experience during defecography at the radiology department of The National University Hospital of Iceland. The secondary objective was to collect data on radiation dose for every patient who underwent the defecography. The purpose of the study was to evaluate lack of information to patients before the exam. A sub-objective of the study was to make an information carrier for future patients who need to undergo a defecography at the hospital.
    Methods: This study was performed at the radiology department of The National University Hospital of Iceland. The study was prospective, quantitative and was conducted in two parts. Data was collected between January 2023 and through March 2023. Patients under the age of 18 were excluded. In the first part of the data collection, a questionnaire was collected that the participants answered after the defecography. In the second part of the data collection, the participants radiation dose from the defecography was collected.
    Results: Overall were 21 people who underwent a defecography during the study period, 19 agreed to participate in the study and 18 answered the questionnaire. The study showed that 50% of the participants received information about the defecography when collecting contrast medium and 61,1% obtaind information before attending. Almost 11% did not receive an explanation before or during the exam. The ratio of those who experienced anxiety before the exam was 38,9% and for stress was 33,3%. The participants feelings were different before, during and after the exam. The participants most common answer was „Neither“ before (44,4%) and during (55,5%) the exam. After the exam, 50% felt good. No one felt very bad before, during and after the exam but few felt bad before the exam (22,2%), during it (5,6%) and after it (11,1%). More than half of the participants (61,1%) would not have wanted a better information about the exam, while almost 40% would have wanted a better information. The results of hypothesis testing showed that there was no connection between age and the participants experience or feelings. In addition, there was no connection between the age of the participants and the need for more information before the exam. The median radiation dose of the participants (12.899,7 mGycm2) was within the UK NDRLs (14.000 mGycm2).
    Conclusion: Most, but not all patients who undergo a defecography receive good information and an explanation before the exam. The researcher evaluates the results of the study that it‘s possible to improve the information flow to patients and therefore, their feelings. An information carrier should be available to all patients who want a better information before the exam. A good knowledge of patients about the preparation and process of the exam could lead to a better feeling during defecography.

Samþykkt: 
  • 23.5.2023


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líðan sjúklinga í defecografíu - Kristbjörg Elín Þorsteinsdóttir.pdf8.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing-KEÞ.pdf305.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF