is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44390

Titill: 
  • Titill er á ensku Public Right of Access in Times of Tourism Boom: Landowners’ Perspectives
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Almannaréttur (Public Right of Access) is a part of the Icelandic law on nature conservation that grants people freedom to traverse private land with little restrictions. Rising visitor numbers and increasing usage of nature attractions increase risks of overuse and thus spark a need for infrastructure and nature conservation measures to be build up. Fees at natural tourist destinations have become more prevalent to generate income for landowners and to protect nature. This trend is disputing almannaréttur, which is why this study's goal is to investigate how landowners as affected stakeholders want to uphold almannaréttur in light of rising tourism and how to deal with financing necessary maintenance. Moreover, discussions about neoliberal ideas such as entrance fees need more attention in studies related to tourism developments. Twelve semi-structured interviews were conducted with landowners around Iceland to examine their perspective. Results showed that major difficulties for the area management are of legal, communicative, and financial nature. Most landowners agree on service fees being a simple and efficient mean to fund necessary infrastructure, especially since there are often high investments on their part but wish for more support from official institutions. They also highlight that clearer laws on tourism on private land is needed and suggest a revision of the almannaréttur. These findings ultimately contribute to the future development of tourism in Iceland and raise political implications to advance the dialogue between all involved stakeholders, including tourism operators, tourists, and various governmental agencies.

  • Almannaréttur er til umfjöllunar í lögum um náttúruvernd og kemur þar fram að almenningur hefur frelsi til að fara um eignarland annarra með litlum takmörkunum. Aukinn fjöldi ferðamanna og heimsóknir þeirra á vinsæla náttúruskoðunarstaði eykur hættuna á ágangi á þá og ýtir undir þörf á uppbyggingu innviða og aðgerðum til verndar náttúrunni. Á undaförnum árum hefur verið tekin upp gjaldtaka á ýmsum vinsælum ferðamannastöðum víðs vegar um landið í þeim tilgangi að afla tekna fyrir landeigendur og að standa undir nauðsynlegum kostnaði til verndar náttúrunni. Líta má svo á að gjaldtaka skerði aðgang almennings að náttúrusvæðum og stangist þannig á við ákvæði um almannarétt. Markmið þessarar rannsóknar er að leita skilnings á viðhorfum landeigenda til vaxandi ferðamennsku, nauðsynlegrar uppbyggingar vinsælla ferðamannastaða og áhrifa þessa á almannarétt. Í verkefninu er enn fremur varpað ljósi á áhrif nýfrjálshyggjuhugmynda sem fela í sér gjaldtöku fyrir aðgang að landi sem gjarnan er fylgifiskur vaxandi ferðamennsku. Tekin voru tólf hálfstöðluð viðtöl við landeigendur víðsvegar um Ísland. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að stærstu áskoranir sem landeigendur eiga við að etja í þessum málaflokki eru lagalegs, samskiptalegs og fjárhagslegs eðlis. Flestir landeigendur eru sammála um að þjónustugjöld séu einföld og skilvirk leið til að fjármagna nauðsynlega innviði á vinsælum ferðamannastöðum. Oft er um miklar fjárfestingar af þeirra hálfu að ræða og telja þeir þörf á auknum stuðningi frá opinberum aðilum, sér í lagi til þeirra landeigenda sem hafa engan efnahagslegan ábata af komu ferðamanna. Niðurstöður rannsóknarinnar benda einnig til að þörf sé á skýrari lögum um ferðaþjónustu á eignarlandi og að endurskoða þurfi almannaréttinn með hliðsjón af því hversu umfangsmikil ferðaþjónustan er orðin hér á landi. Rannsókn þessi ætti því að koma að gagni við framtíðarþróun ferðaþjónustu hér á landi og vera grunnur fyrir pólitíska umræðu í samfélaginu milli allra hlutaðeigandi hagsmunaaðila, þar með talið ferðaþjónustuaðila, almennings, ferðamanna og opinberra aðila.

Samþykkt: 
  • 23.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44390


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Julia Kienzler - Public Right of Access in Times of Tourism Boom - Landowners’ Perspectives.pdf3,08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Declaration of Access - Julia Kienzler.pdf342,68 kBLokaðurYfirlýsingPDF