is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44392

Titill: 
 • Skuggaefni í tölvusneiðmynd af kvið
Námsstig: 
 • Diplóma meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur
  Læknisfræðileg myndgreining er ört vaxandi fag í heilbrigðisgreinum. Tölvusneiðmyndir eru ein mikilvægasta læknisfræðilega nýjung mannkynssögunnar en þær sýna mjúkvefi sem og ýmis líffræðileg smáatriði. Árið 1897 kom fram fyrsti vísirinn að skuggaefni en það var ekki fyrr en uppúr 1990 sem joðskuggaefnið Visipaque kom á markað. Joðskuggaefni eru meðal annars notuð í tölvusneiðmyndarannsóknum. Þau eru vatnsleysanleg, hafa háan öryggisstuðul og auðvelt er að gefa þau í æð. Skuggaefni sem gefið er í æð hefur mikla deyfingu samanborið við mjúkvefi og þar af leiðandi verða vefir ljósir á tölvusneiðmynd þegar röntgengeislinn fer í gegnum vefinn. Vefir líkamans hlaða upp skuggaefni á mismunandi hátt og mishratt ásamt því að heilbrigður vefur hleður upp skuggaefni á annan hátt heldur en óheilbrigður vefur. Ef skuggaefnisgjöf er rétt gerð getur hún auðveldlega hækkað HU gildi vefja um 40-75 HU frá upphaflegu gildi og þannig gert vefina vel sýnilega en hægt er að gefa skuggaefni um munn, endaþarm, í æð o.fl. Skuggaefni er notað til að búa til skammvinnan mun á þéttleika vefja.
  Markmið
  Markmið rannsóknarinnar er að skoða fylgni skuggaefnisþéttni í lifur og ósæð við skuggaefnisskammta sem sjúklingum er gefinn.
  Efni og aðferðir
  Skoðuð voru gögn frá 233 sjúklingum sem komu í tölvusneiðmyndarannsókn af kvið með skuggaefni. Ýmsar upplýsingar voru skráðar, meðal annars kyn, aldur, hæð, þyngd og skuggaefnisskammtur sem sjúklingur fékk í rannsókninni. Reiknaðir voru út skuggaefnisskammtar sem sjúklingar hefðu fengið væri skuggaefni skammtað eftir annars vegar líkamsþyngd og hins vegar líkamsþyngd án fituvefs. Sjúklingum var skipt upp í fjóra þyngdarflokka og þeir bornir saman. Framkvæmd voru one-way ANOVA tölfræðipróf til að bera saman niðurstöður.
  Niðurstöður
  Fengnar voru upplýsingar um rannsóknir 233 einstaklinga. Það fóru allir í TS rannsókn af kvið með skuggaefni en af þessum 233 rannsóknum voru 21 rannsókn þar sem framkvæmd var rannsókn af höfði, háls, brjóstholi og kvið. Í þeim 21 rannsóknum sem gerðar voru af höfði, háls, brjóstholi og kvið var gefið 100mL af skuggaefni. Hefðbundinn skuggaefnisskammtur í TS af kvið er 90mL. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar fá minni sjúklingar hlutfallslega meira skuggaefni en stærri sjúklingar með þeim afleiðingum að skuggaefnisþéttnin verður meiri hjá minni sjúklingum, þ.e. HU þéttnin verður meiri hjá þeim. Marktækur munur var á skuggaefnisþéttni bæði í ósæð og lifur á milli þyngdarflokka.
  Ályktanir
  Léttustu sjúklingarnir eru að fá hlutfallslega mikið skuggaefni miðað við þyngd og þyngri sjúklingar fá hlutfallslega lítið af skuggaefni. Líklegt er að léttir sjúklingar fái meira skuggaefni en þeir þurfi og að þungir fái jafnvel of lítið en á Landspítalanum er gefið mun minni skammta miðað við erlendis þar sem 120 mL af skuggaefni er fastur skammtur á einhverjum stöðum. Konur eru að fá hlutfallslega meira skuggaefni en karlar ef tekin eru mið af mismunandi líkamsuppbyggingu kynjana.

Samþykkt: 
 • 23.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44392


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Diplóma Lokaútgáfa.pdf4.04 MBLokaður til...22.05.2024HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing-1.pdf177.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF