is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44394

Titill: 
  • Verklag við svæfingar á gjörgæsludeildum: Kerfisbundin fræðileg samantekt og samanburður á verkferlum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Svæfing sjúklinga á gjörgæsludeild er þverfagleg fjölþætt meðferð og mikilvægt að allir vinni eftir sama verklagi. Rannsóknir hafa sýnt að samhæfing og skilvirkni í verklagi svæfingameðferða er öryggisatriði sem bætir útkomu sjúklinga. Við leit í íslenskum gæðaskjölum fundust engir svæfingaverkferlar fyrir gjörgæsludeildir. Mikilvægi verkferla er ótvírætt þegar kemur að því að ná fram heildstæðri samhæfðri meðferð á sjúkrahúsum. Vegna skorts á verkferlum hérlendis var ákveðið að skoða erlenda verkferla m.t.t. umbóta og nýsköpunar í gjörgæsluhjúkrun. Markmið/tilgangur: Tilgangurinn var að skoða verkferlastýrða svæfingu á gjörgæsludeildum á erlendum háskólasjúkrahúsum, sérstaklega hjúkrunarstýrða verkferla með það að markmiði að taka saman helstu þætti sem móta slíka verkferla. Jafnframt að kanna hagnýtingarmöguleika slíkra verkferla á íslenskum gjörgæsludeildum fyrir gjörgæsluhjúkrunarfræðinga að starfa eftir.
    Aðferð: Gerð var kerfisbundin fræðileg samantekt. Skoðaðir voru verkferlar hjá samstarfsaðilum erlendis og verkferlar sem fundust í rannsóknargreinum og helstu áhersluþættir þeirra teknir saman. Gjaldgeng rannsóknarsnið í verkefninu voru slembiraðaðar samanburðarrannsóknir, kerfisbundnar fræðilegar samantektir og safnrannsóknir. Leitað var að
    heimildum í Pubmed, Ebscohost og Web of Science. Gæðamat greina var byggt á Joanna Briggs Institute-gæðamatinu.
    Niðurstöður: Alls voru teknar inn 11 rannsóknargreinar af 1.187 sem leitin skilaði. Verkferlar í svæfingu draga marktækt úr lyfjanotkun, tíma á öndunarvél, legutíma á gjörgæslu og auka batahorfur. Hjúkrunarstýrð svæfing hefur kosti umfram eingöngu læknisstýrðar
    svæfingameðferðir á gjörgæsludeildum. Verkferlar eiga að fylgja ramma og innihalda svæfingamarkmið og gera ráð fyrir sveiflum í ástandi sjúklings s.s. vanlíðan, verkjum og óráði. Æskilegt er að verkferlar hafi lyfjalausar aðferðir til að létta á óráði og vanlíðan og áætlun um hvernig skuli draga úr svæfingu og vekja sjúkling.
    Ályktun: Notkun svæfingaverkferla, hjúkrunarstýrð svæfing og þverfagleg teymisvinna bætir afdrif sjúklings og styttir legutíma á gjörgæsludeild. Vandaðir verkferlar innihalda gagnreynda mælikvarða, skipulagðan ramma og skýra meðferðaráætlun.

Samþykkt: 
  • 23.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44394


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaverkaefniHelgaMargretIngvars MS (1) (1).pdf1.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemmuskil.pdf177.24 kBLokaðurYfirlýsingPDF