is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44395

Titill: 
 • Notkun gervigreindar í myndvinnslu segulómunar
Námsstig: 
 • Diplóma meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Á allra síðustu misserum hefur notkun og umfang gervigreindar aukist mikið í læknisfræðilegri myndgreiningu. Þó svo að þessi tækni hafi verið til um áratuga langt skeið þá hefur hún ekki náð mikilli útbreiðslu fyrr en nú. Myndgreining Hjartaverndar hóf notkun á nýju segulómtæki með gervigreindarmyndvinnslu af gerðinni AIR Recon DL (ARDL) frá General Electrics við 1,5 Tesla segulsviðsstyrk. Tæknin byggir á notkun djúpntauganets sem aðstoðar við endurgerð hrágagna í k-rúmi við uppbyggingu segulómmynda. Notkunargildi þessarar tækni byggir fyrst og fremst á að stórauka SNR.
  -
  Markmið: Markmið rannsóknarverkefnisins er að mæla áhrif ARDL gervigreindar á SNR í rannsóknum af hnám og lendhryggjum. Jafnframt að kanna með hvaða hætti nýta má ávinning hækkaðs SNR með ARDL til að auka rúmupplausn mynda og stytta myndatökutíma. Ávinningur verkefnisins er að mæla áhrif ARDL á myndgæði í rannsókn á hnjám og lendhryggjum með segulómunartæki Myndgreiningar Hjartaverndar.
  -
  Efni og aðferðir: Mælt var SNR í þremur myndaröðum, annarsvegar af hné og hins vegar lendhrygg. Fyrsta myndaröðin var án ARDL. Önnur myndaröðin, var með nákvæmlega eins tökugildum og sú fyrsta en með ARDL. Þriðja og síðasta myndaröðin var án ARDL og með sömu tökugildum og notuð voru í samskonar myndaröð í gamla tækinu. Bornar voru saman myndir sem teknar voru með nýja tækinu annarsvegar með ARDL og hins vegar án.
  -
  Niðurstöður: Í mælingum af hné voru 20 einstaklingar (meðalaldur 37 ± 17 ár). Nýja tækið með ARDL mældist með 159% hærra SNR miðað við í nýja tæki án ARDL. Nýja tæki án með ARDL mældist með 101% hærra SNR miðað við gamla tæki án ARDL. Myndatökutími var 28% styttri og rúmupplausn 37% meiri í myndaröð í nýja tæki miðað við gamla tæki. Í mælingum af lendhrygg voru 20 einstaklingar (meðalaldur 51 ± 12 ár). Nýja tækið með ARDL mældist með 219% hærra SNR miðað við í nýja tæki án ARDL. Nýja tæki án með ARDL mældist með 77% hærra SNR miðað við gamla tæki án ARDL. Myndatökutími var 35% styttri og rúmupplausn 30% meiri í myndaröð í nýja tæki miðað við gamla tæki.
  -
  Ályktanir: Um er að ræða byltingarkennda tækni þar sem með hugbúnaði einum og sér er hægt að hækka SNR margfalt. Í öðrum rannsóknum hefur verið sýnt að tæknin geti hækkað SNR um allt að 390%. Til samanburðar næst einungis 30-60% hækkun SNR með tvöföldum styrk ytra segulsviðs sem er þó margfalt dýrara verði keypt. Búast má við að samskonar tækni verði komin frá öllum framleiðendum innan skamms tíma sem mun hafa í för með sér miklu meiri afköst segulómtækja og myndir einkennast af meiri myndgæðum en áður hefur verið hægt að ná fram.

Samþykkt: 
 • 23.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44395


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Diplomaritgerd_GudnyDrofn.pdf7.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf200.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF