is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44401

Titill: 
  • Vanefndaúrræði kaupanda vegna galla í nýbyggingum : með áherslu á ábyrgð byggingarstjóra
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi ber heitið: Vanefndaúrræði kaupanda vegna galla í nýbyggingum með áherslu á ábyrgð byggingarstjóra. Viðfangsefni ritgerðarinnar er að gera grein fyrir rétti kaupanda vegna galla á fasteign í nýbyggingu og ábyrgð byggingarstjóra á slíkum annmörkum. Þá greinir höfundur frá því hvernig málshöfðun í slíkum gallamálum fer fram með áherslu á aðild og kröfugerð dómsmála.
    Lestur þessarar ritgerðar mun leiða í ljós að takmörkun á gallahugtakinu á ekki við um nýbyggingar því þær eiga vera gallalausar og í góðu ástandi nema annað sé tekið fram. Sé raunin ekki sú þá standa ýmis úrræði til boða fyrir kaupanda til dæmis beiting stöðvunarréttar, riftunar, skaðabóta, afslætti eða kröfu um réttar efndir. Aðstæður og atvik málsins skipta þar máli við ákvörðun á því hvaða vanefndaúrræði kaupandi getur beitt fyrir sig og gegn hverjum.
    Byggingarstjóra er ætlað yfirumsjónarhlutverk og eftirlitsskyldu við byggingarframkvæmdir. Vanræksla byggingarstjóra á eftirlitsskyldu sinni getur leitt til ábyrgðar af hans hálfu á þeim göllum sem ekki gátu dulist honum við eftirlit hans. Byggingarstjóri ber ekki ábyrgð á galla á byggingarefni sem notað er í framkvæmdir mannvirkis. Þó með þeirri undanþágu ef hann vissi eða mátti vita að byggingarefnið sem notað var í verkið hentaði ekki fyrir bygginguna eða var gallað. Þá ber byggingarstjóri almennt ekki ábyrgð á hönnunargöllum þó með þeirri undantekningu ef rekja má augljós hönnunarmistök til vanrækslu af hálfu byggingarstjóra á umsjónar- og eftirlitsskyldu sinni. Byggingarstjóri ber ekki ábyrgð á óloknu verki en undantekning frá því er ef hann gefur út yfirlýsingu þess efnis að mannvirkið sé fullbúið þrátt fyrir að ekki hefur farið fram lokaúttekt. Slíkt athæfi getur valdið því að hann ber ábyrgð á annmörkum vegna ólokinna verkþátta. Bótagrundvöllur byggingarstjóra er sakarreglan og fer skaðabótaábyrgð byggingarstjóra eftir reglum skaðabótaréttarins utan samninga sem byggist á ströngum sérfræðimælikvarða.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is entitled: Legal remedies for the buyer in case of defects in new buildings with an emphasis on the responsibility of the construction manager. The subject of the thesis explains the buyer's rights when defects are present in new buildings and the responsibility of the construction manager for those defects. The author also explains how legal action in defect cases is carried out, with an emphasis on affiliation and the presentation of a claim in court cases.
    Reading the thesis will reveal that the limitation of the concept of defects does not apply to new buildings as they should or must be defect-free, unless otherwise stated. If this is not the case, various remedies are available to the buyer, for example, exertion of stoppage in transit, annulment, compensation, discount, or claim of justice.
    The construction manager is assigned a supervisory and responsibility role during construction. The construction manager’s neglect of inspection can lead to liability on his part for the defects that should have been apparent during inspection. The construction manager is not responsible for defects in construction materials, with the exception of the construction manager knowing that the building material used during construction was not suitable for the building or was defective. In addition, the construction manager is generally not responsible for design defects, with the exception in case of an obvious design mistake that should have been apparent during inspection. The construction manager is not responsible for unfinished work, however, a notable exception would be if they have issued a statement stating that the building is complete, despite there never being a final assessment carried out. The construction manager's compensation basis is the principle of culpability, and his liability is based on strict expert criteria.

Samþykkt: 
  • 23.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44401


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-Ritgerð - Fannar.pdf831.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna