is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44402

Titill: 
  • Áhrif fjórfrelsis á tvísköttunarsamninga aðildarríkja Evrópska Efnahagssvæðisins : með hliðsjón af dómaframkvæmd Evrópudómstólsins
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á þau áhrif sem fjórfrelsið getur haft á tvísköttunarsamninga aðildarríkja EES. Tilgangurinn er að gera grein fyrir þeim þáttum fjórfrelsisins er líta ber til þegar ríki gera tvísköttunarsamninga sín á milli með hliðsjón af dómaframkvæmd Evrópudómstólsins. Í upphafi verður fjallað almennt um alþjóðlegan skattarétt, einkenni og túlkun EES-samnings. Fyrirmæli Evrópusambandsins og EES-samningsins verða þá einnig skoðuð. Í kjölfarið verður fjallað um markmið tvísköttunarsamninga, túlkun þeirra og tengsl við þjóðréttarsamninga. Því næst verður fjallað um fjórfrelsið og samspil þess gagnvart sköttum og gerð verður grein fyrir þeim fjórfrelsisreglum sem tilgreindar eru í EES-samningnum. Að lokum verður litið til áhrifa fjórfrelsis á tvísköttunarsamninga aðildarríkja EES. Til þess að kanna umrædd áhrif verður litið til samspils fjórfrelsis- og tvísköttunarákvæða, tilvísanir tvísköttunarsamninga til sambandsréttar og túlkun fjórfrelsisákvæða með hliðsjón af ákvæðum tvísköttunarsamninga. Fjallað verður um dómaframkvæmd EFTA- og Evrópudómstólsins í álitamálum er varða fjórfrelsisreglurnar og tvísköttunarsamninga með það að markmiði að gera grein fyrir þeim þáttum er ríkjum ber að hafa í huga við gerð tvísköttunarsamninga til þess að ekki verði brotið gegn reglum fjórfrelsisins. Það sem lestur ritgerðar þessarar mun leiða í ljós er að þegar ríki gera tvísköttunarsamninga sín á milli verður að gæta allverulega að ákvæðum fjórfrelsisins. Reglur fjórfrelsisins dreifa öngum sínum yfir mörg svið og geta því haft víðtæk áhrif á tvísköttunarsamninga aðildarríkja. Af dómaframkvæmd EFTA- og Evrópudómstólsins er ljóst að ríki hafa í höndum sér talsvert svigrúm í tvísköttunarsamningum til að tilgreina viðmiðin sem völd þeirra til skattlagningar skuli miðast við í framlagi sínu við að komast hjá tvísköttun. Það er því einkum mikilvægt að rökstuðningur EFTA- og Evrópudómstólsins í málum er varða samspil fjórfrelsisins og tvísköttunarsamninga sé skýr og að dregnar verði skýrar línur til að auka réttaröryggi.

  • Útdráttur er á ensku

    The main goal of the essay is to explain the effects that the four freedoms can have on the double taxation agreements of EEA member states. The purpose is to explain the aspects of the four freedoms that should be taken into account when states enter into double taxation agreements. At the beginning of this thesis, international tax law, characteristics and interpretation of the EEA Agreement will be discussed in general. The directives of the European Union and the EEA Agreement will then also be examined. Subsequently, the objectives of double taxation agreements, their interpretation and their relation to international law agreements will be discussed. Next, the principles of the four freedoms specified in the EEA Agreement will be addressed. Finally, the effects of the four freedoms on the double taxation agreements of the EEA member states will be considered. In order to examine the effects of the four freedoms, the interaction between the four freedoms and double taxation provisions will be considered. The case law of the EFTA and the European Court of Justice in matters related to the four freedoms and double taxation agreements will be discussed. The essay concludes that when states enter into double taxation agreements with each other, they must be mindful of the rules of the four freedoms. The four freedom rules have far-reaching effects and can significantly impact the terms of double taxation agreements between member states. The EFTA and European Court have established through their jurisprudence that member states have significant latitude to determine the criteria upon which their power to tax is based in order to prevent double taxation. It is therefore particularly important that the reasoning of the EFTA and European Court in cases concerning the interaction of the four freedoms and double taxation agreements is unambiguous.

Samþykkt: 
  • 23.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44402


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Edda M. Olafsdottir - ML Ritgerð.pdf944.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna