is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44405

Titill: 
  • Breyting á þjóðlendulögum nr. 58/1998 : samræmist endurupptökuheimild 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga stjórnarskrá?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þjóðlendulög tóku gildi hér á landi 10. júní 1998 með lögum nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Markmið laganna var að eyða út svokölluðum einskis manns löndum á landinu og þar með leysa úr deilum landeigenda og ríkisins um eignarrétt á hálendissvæðum landsins. Með þjóðlendulögum er íslenska ríkið lýst eigandi þessara einskis manns landa auk þeirra landsréttinda og hlunninda þar sem aðrir eiga ekki og þau nefnd þjóðlendur. Til þess að leysa þetta verkefni var komið á laggirnar óbyggðanefnd sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem sér til þess að grafa upp heimildir um þrætusvæðin, sér um málsmeðferð og úrskurðar að lokum hvaða svæði eru þjóðlendur og hvaða svæði eru eignarlönd. Lögin veita þó íslenska ríkinu ekki heimild til þess að svipta mönnum eignum sínum, hvort sem það eru eignarlönd eða önnur réttindi, heldur eingöngu heimild til þess að leiðrétta eignarhald þessara svæða sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Lögin hafa tekið ýmsum breytingum í gegnum árin sbr. lög nr. 65/2000, 7/2005. 19/2006, 167/2007, 97/2009, 162/2010, 86/2015, sem er ekki verða til umfjöllunar í þessari ritgerð og breytingarlögum nr. 34/2020.
    Meginumfjöllunarefni ritgerðarinnar snýr að breytingarlögum nr. 34/2020 og þeirri heimild, sem kom inn með 7. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga, að taka til meðferðar þau svæði sem áður hafði sætt meðferðar af hálfu nefndarinnar, ef nefndin hefði í úrskurði sínum gert athugasemd við kröfugerð ráðherra. Með þessari breytingu voru rýmkaðar heimildir mögulegra rétthafa að landi til að fá endurskoðun á úrlausnum óbyggðarnefndarmál sem nefndin hafði þegar fjallað um. Leitast verður við að svara því hvað nákvæmlega er „athugasemd“ og hvaða efnislegu eiginleika athugasemd þarf að innihalda til þess að uppfylla skilyrði laganna. Einnig verður leitast við að svara því hvort heimildin fari í bága við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands og hvort heimildin sé of íþyngjandi fyrir þá landeigendur sem eiga jarðir sem taka á upp málsmeðferð aftur í.
    Einnig verða önnur ákvæði breytingarlaga skoðuð til frekari skýringar og stuðnings á framangreindu. Fjallað er m.a. um óbyggðanefnd og málsmeðferð hennar, sérstaka óbyggðanefnd o.fl. Einnig verða athugasemdir óbyggðanefndar flokkaðar að mati höfundar í 3 flokka og tekin afstaða til hvort þær uppfylli skilyrði laganna og hvaða atriði þarf að uppfylla svo ákvarðanir stjórnsýslunnar standist stjórnarskrá.

  • Útdráttur er á ensku

    The National Land Act entered into force in this country on June 10, 1998 with Act no.58/1998 on public lands and the market of private lands, public lands and rights of way. The goal of the law was to eliminate so-called no-man's land in the country and thereby resolve
    disputes between landowners and the state regarding ownership rights in the highland areas of the country. With the National Lands Act, the Icelandic state is declared the owner of these unoccupied lands in addition to attached land rights and benefits where not held by others and the lands registered as public lands. In order to solve this task, a Wilderness (óbyggðanefnd) Committee was set up, which is an independent administrative committee that searches for sources pertaining to the disputed area, determines the procedure and establishes which areas
    are public lands and which areas are private lands. The law, however, does not give the Icelandic state the authority to deprive people of their lawful ownership of the land or other rights. It only gives them the authority to correct the ownership of these areas that are not
    subject to private property rights. The law has undergone various changes over the years, cf. law no. 65/2000, 7/2005. 19/2006, 167/2007, 97/2009, 162/2010, 86/2015. These are not discussed in this thesis only the amending law no. 34/2020.
    The main topic of this thesis concerns the amendment law no. 34/2020 and the authorization that came in with paragraph 7. article 10 of the National Land Act, to re-examine the areas that had previously been treated by the committee, if the committee had commented on the minister's statement of claim in its decision. With this change, the authorizations of potential beneficiaries of land to get a review of the resolutions of wilderness committee cases that the committee had already dealt with were expanded. The author will make an attempt to answer what exactly is a "comment" and what material characteristics a comment must
    contain in order to meet the requirements of the law. Efforts will also be made to answer whether the authorization goes against the constitution of Iceland and whether the authorization is too burdensome for the landowners who own lands for which the procedure should be resumed.
    Other provisions of the amendment act will also be evaluated for further clarification and support of the above. Examined are, amongst other things, the wilderness committee and special wilderness committee. The wilderness committee's comments are classified according to the author's opinion into 3 categories and a position is taken on whether they meet the requirements of the law and which points must be met so that the administration's decisions comply with the constitution.

Samþykkt: 
  • 23.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44405


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristófer Ari Te Maiharoa ML 2023.pdf662,21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna