is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/44409

Titill: 
 • Skyldur skiptastjóra vegna refsiverðs athæfis við gjaldþrotaskipti : tilkynningarskylda, refsiábyrgð fyrirsvarsmanna gjaldþrota félaga og atvinnurekstrarbann
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Skyldur skiptastjóra vegna refsiverðs athæfis við gjaldþrotaskipti: Tilkynningarskylda, refsiábyrgð fyrirsvarsmanna gjaldþrota félaga og atvinnurekstrarbann.
  Við gjaldþrotaskipti félaga kunna fyrirsvarsmenn að hafa tilhneigingu til að koma fjármunum undan með ólögmætum hætti. Markmið ritgerðarinnar er að gera grein fyrir þeim skyldum sem hvíla á skiptastjórum í tengslum við refsiverða háttsemi fyrirsvarsmanna félaga sem tekin hafa verið til gjaldþrotaskipta, sem og grundvelli refsiábyrgðar viðkomandi fyrirsvarsmanna. Auk þess eru könnuð hugsanleg áhrif nýrra reglna sem fjalla um hið svonefnda atvinnurekstrarbann en reglurnar tóku gildi með gildistöku laga um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 133/2022. Við rannsóknina var stuðst við hina fræðilegu lagalegu aðferð (e. doctrinal method) og var hinn gildandi réttur (l. lex lata) rannsakaður.
  Meginefni og efnistök ritgerðarinnar leiddu í ljós að ýmis háttsemi fyrirsvarsmanna félaga skömmu fyrir eða í kjölfar úrskurðar um gjaldþrotaskipti kann að vera refsiverð. Á skiptastjórum hvíla þrjár lögbundnar skyldur. Í fyrsta lagi tilkynningarskylda til embættis héraðssaksóknara vegna rökstudds gruns um refsivert athæfi fyrirsvarsmanns eða annars sem kemur að rekstri hins gjaldþrota félags. Fyrirsvarsmaður viðkomandi félags kann meðal annars að bera refsiábyrgð vegna skilasvika, fjárdráttar, umboðssvika, meiri háttar skattalagabrota og bókhaldsbrota sem framin eru í rekstri félagsins. Í öðru lagi hvílir tilkynningarskylda á skiptastjóra til skrifstofu fjármálagreininga lögreglu sé grunur um peningaþvætti í viðkomandi félagi sem til skipta er. Í þriðja lagi er skiptastjóri skyldugur til að krefjast þess að lagt verði atvinnurekstrarbann á þann sem komið hefur að stjórnun félags sem er til skipta og telst ekki hæfur til að stýra félagi með takmarkaðri ábyrgð eigenda vegna skaðlegra eða óverjandi viðskiptahátta. Lögð er áhersla á að skiptastjórar þekki skyldur sínar enda gegna þeir lykilhlutverki við upplýsingu refsiverðs athæfis innan þrotabúa og í senn baráttunni gegn misnotkun á hlutafélagaforminu þar sem hagsmunir kröfuhafa og samfélagsins eru í húfi.

 • Útdráttur er á ensku

  Liquidator‘s obligations due to criminal activities before or following bankruptcy: Compulsory notification, criminal liability of directors of bankruptcy estates and court-ordered prohibition of business activities.
  During the bankruptcy of a company, directors may have a tendency to remove assets or funds illegally from the possession of the relevant company. The objective of the dissertation is to outline the obligations of liquidators in relation to criminal conduct of directors of companies that are under liquidation, as well as the basis of their criminal liability. In addition, the dissertation discusses effects of new rules which deal with the so-called ‘court-ordered prohibition of business activities‘, which entered into force with Act no. 133/2022. The research is based on the doctrinal method and the applicable law (l. lex lata).
  The main conclusions are that directors may be criminally liable for various activities undertaken shortly before or following bankruptcy. Liquidators have three statutory duties. Firstly, the obligation to notify the District Prosecutor of suspicions of criminal activity by a director or another person involved in the operation of the company that is being liquidated. A director of such a company may, among other things, be held criminally liable for fraudulent settlement, embezzlement, mandate fraud, major tax violations and accounting violations. Secondly, the liquidator is obliged to notify the Financial Intelligence Unit in a case of suspicion of money laundering in the relevant company that is being liquidated. Thirdly, the liquidator is obliged to demand that a court-ordered prohibition of business activities is imposed on a person who has represented the company that is being liquidated and is considered not fit to manage a limited liability company due to harmful or unsafe business practices. It is emphasized that liquidators know their duties, as they play a key role in disclosure of criminal activities within bankruptcy estates and at the same time in the battle against abuse of the limited liability company form, where the interests of creditors and the society are at stake.

Samþykkt: 
 • 23.5.2023
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/44409


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_KO.pdf886.64 kBLokaður til...31.12.2023HeildartextiPDF
beidniumlokun_karen.pdf421.73 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna