is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/44413

Titill: 
  • OnlyFans í ljósi 199. gr. a., 206. gr., 210. gr. og 227. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Efni þessarar ritgerðar er OnlyFans í ljósi 199. gr. a., 206. gr., 210. gr. og 227. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ritgerðin hefst á inngangskafla þar sem viðfangsefni ritgerðarinnar er afmarkað og kynnt. Í köflunum á eftir eru skoðuð fjögur ákvæði almennra hegningarlaga er tengjast með einum eða öðrum hætti internetinu, klámi, ofbeldi og misneytingu. Þau ákvæði eru 199. gr. a., 206. gr., 210. gr., og 227. gr. a. almennra hegningarlaga. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á afstöðu þeirra til klámfengis myndefnis á OnlyFans. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að efnisveitendur á OnlyFans sem framleiða og selja klámfengið myndefni á miðlinum njóti sömu verndar og aðrir gegn stafrænu kynferðisofbeldi sbr. 199. gr. a. almennra hegningarlaga. Með hliðsjón af skilgreiningu fræðimanna og lögskýringargagna á hugtakinu klám kann að vera að myndefni á OnlyFans falli undir hugtakið. Af því leiðir að framleiðsla, dreifing, birting og sala á slíku myndefni kann að falla undir verknaðarlýsingu 1. og 2. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga. Í ljósi þess að engin líkamleg snerting á sér stað á milli efnisveitanda og aðdáanda á OnlyFans telur höfundur að ekki sé unnt að fella sölu á klámfengu myndefni á OnlyFans undir vændisákvæði almennra hegningarlaga sbr. 1. mgr. 206. gr. Að lokum var fjallað um mansal á OnlyFans og komist að þeirri niðurstöðu að vísbendingar séu um að mansal og kynferðisleg misnotkun sé stunduð á miðlinum. Greiðsluveggur OnlyFans geri það að verkum að erfiðlega geti reynst fyrir löggæsluyfirvöld að rannsaka mál sem tengjast gruni um mansal á miðlinum. Með tilliti til þeirrar tækniþróunar sem orðið hefur í framleiðslu á klámi sem og aukins framboðs, telur höfundur þörf á því að klámlöggjöfin sé endurskoðuð.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis examines OnlyFans, the online content subscription service, in light of Article 199. a., Article 206, Article 210, and Article 227 a. of the Icelandic General Penal Code no. 19/1940. The thesis begins with an introductory chapter where the subject of the thesis is defined and introduced. In the following chapters, four provisions of the Icelandic General Penal Code are applied to the pornographic content on OnlyFans. Those provisions all deal in one way or another with the Internet, pornography, violence, and abuse. The Articles are Article 199. a., Article 206, Article 210, and Article 227 a. The main findings of the thesis are that the content providers on OnlyFans who produce and sell pornographic content on the medium enjoy the same protection as others against digital sexual violence as stated in Article 199 a. Considering the definition of the term pornography by academic and legal documents, sexual content on OnlyFans may fall under the term pornography. Therefore, may any production, distribution, publication, and sale of such content fall under the description of the act as stated in paragraphs 1 and 2 of Article 210 of the General Penal Code. Because there is no physical contact between content providers and viewers on OnlyFans, the author found it impossible to include the sale of pornographic material under Paragraph 1 of Article 206 of the General Penal Code. Ultimately, the author concluded that there are indications that human trafficking and sexual abuse thrives on OnlyFans. OnlyFans' paywall can make it difficult for law enforcement to investigate a human trafficking case on this subscription service. In light of the technological development that has taken place since Article 210 was codified, the author suggests that the pornography legislation be revised.

Samþykkt: 
  • 23.5.2023
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/44413


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð - Stefanie-4.pdf531,29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna